Haglél skemmdi þúsundir Volkswagen bíla Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2013 11:15 Haglélin voru ekki af minni gerðinni Mörg þúsund glænýir Volkswagen bílar skemmdust í miklu hagléli sem gekk yfir höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg í síðustu viku. Líklega eru 10.000 bílar skemmdir og er tryggingafélag bílaframleiðandans að meta skemmdirnar. Þessar skemmdir munu hafa áhrif á afhendingu bíla frá Volkswagen í Evrópu. Hver bíll þarf að fara í gegnum nákvæma skoðun áður en þeir fara á markað og hætt við að gera verði við þá flesta. Væntanlegir kaupendur bílanna standa frammi fyrir tveimur kostum. Annarsvegar að kaupa bílana viðgerða á afsláttarkjörum eða bíða eftir framleiðslu á nýjum bíl. Þetta haglél er ekki það stærsta sem Volkswagen hefur þurft að glíma við hvað varðar fjölda skemmdra bíla en árið 2008 skemmdust 30.000 bílar af völdum hagléls við verksmiðju Volkswagen í Hamden. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent
Mörg þúsund glænýir Volkswagen bílar skemmdust í miklu hagléli sem gekk yfir höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg í síðustu viku. Líklega eru 10.000 bílar skemmdir og er tryggingafélag bílaframleiðandans að meta skemmdirnar. Þessar skemmdir munu hafa áhrif á afhendingu bíla frá Volkswagen í Evrópu. Hver bíll þarf að fara í gegnum nákvæma skoðun áður en þeir fara á markað og hætt við að gera verði við þá flesta. Væntanlegir kaupendur bílanna standa frammi fyrir tveimur kostum. Annarsvegar að kaupa bílana viðgerða á afsláttarkjörum eða bíða eftir framleiðslu á nýjum bíl. Þetta haglél er ekki það stærsta sem Volkswagen hefur þurft að glíma við hvað varðar fjölda skemmdra bíla en árið 2008 skemmdust 30.000 bílar af völdum hagléls við verksmiðju Volkswagen í Hamden.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent