BMW i8 eyðir 2,5 l. en er 4,5 sek. í hundraðið Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2013 10:45 BMW i8 Rafmagnssportbíllinn BMW i8 verður hálfgert undratæki ef tölur frá BMW reynast réttar. Hann á aðeins að eyða 2,5 lítrum af eldsneyti á hverja 100 ekna kílómetra, en er engu að síður mjög öflugur bíll sem skartar miklu alfi. Bíllinn er langt kominn að framleiðslu og ganga BMW menn svo langt að segja að hann verði framsæknasti sportbíll heimsins nú um mundir. Ekki er víst að Porsche samþykki það svo auðveldlega þegar eins stutt er í útkomu Porsche 918 Spider bílsins. Hann er tvinnbíll eins og BMW i8, þ.e. bæði með hefðbundna vél og öflugar rafhlöður. BMW i8 er sérlega léttur bíll sem aðallega er smíðaður úr áli og trefjablöndum. Afl hans, bæði frá rafhlöðum og brunavél er samtals 350 hestöfl. Hann kemur á markað á næsta ári og er búist við því að verð hans verði kringum 15 milljónir króna í heimalandinu Þýskalandi. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent
Rafmagnssportbíllinn BMW i8 verður hálfgert undratæki ef tölur frá BMW reynast réttar. Hann á aðeins að eyða 2,5 lítrum af eldsneyti á hverja 100 ekna kílómetra, en er engu að síður mjög öflugur bíll sem skartar miklu alfi. Bíllinn er langt kominn að framleiðslu og ganga BMW menn svo langt að segja að hann verði framsæknasti sportbíll heimsins nú um mundir. Ekki er víst að Porsche samþykki það svo auðveldlega þegar eins stutt er í útkomu Porsche 918 Spider bílsins. Hann er tvinnbíll eins og BMW i8, þ.e. bæði með hefðbundna vél og öflugar rafhlöður. BMW i8 er sérlega léttur bíll sem aðallega er smíðaður úr áli og trefjablöndum. Afl hans, bæði frá rafhlöðum og brunavél er samtals 350 hestöfl. Hann kemur á markað á næsta ári og er búist við því að verð hans verði kringum 15 milljónir króna í heimalandinu Þýskalandi.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent