Barnasprengjukynslóðin kaupir bíla en börn þeirra síður Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2013 08:45 Nýir bílar bíða nýrra kaupenda. Rannsókn á vegum Michigan háskóla leiðir í ljós að kynslóðin sem kennd hefur verið við barnasprengjutímann og fædd er á árunum 1946 til 1964 ber upp kaup á nýjum bílum í Bandaríkjunum. Það var fólk á aldrinum 55-64 ára sem var langlíklegast til að kaupa nýjan bíla árin 2011 og 2012. Það er liðin tíð að yngra fólk þar vestra dreymi um bíla og bíði í ofvæni eftir bílprófinu. Sumir taka það einfaldlega ekki og árið 2011 voru 79% með bílpróf, en það hlutfall var 92% árið 1983. Ef skoðaður er aðeins aldurinn 60-64 sér, eru 93% með bílpróf. Ekki eru mörg ár liðin síðan fólk á aldrinum 35-44 voru bestu kúnnar bílaumboðanna, en það er liðin tíð. Það var ekki bara efnahagslægðin árið 2008 sem hefur breytt landslaginu, en strax árið 2004 fór eknum kílómetrum í Bandaríkjunum að fækka og á breytt lífsmynstur yngri kynslóðarinnar þar stærstan hlut að máli. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent
Rannsókn á vegum Michigan háskóla leiðir í ljós að kynslóðin sem kennd hefur verið við barnasprengjutímann og fædd er á árunum 1946 til 1964 ber upp kaup á nýjum bílum í Bandaríkjunum. Það var fólk á aldrinum 55-64 ára sem var langlíklegast til að kaupa nýjan bíla árin 2011 og 2012. Það er liðin tíð að yngra fólk þar vestra dreymi um bíla og bíði í ofvæni eftir bílprófinu. Sumir taka það einfaldlega ekki og árið 2011 voru 79% með bílpróf, en það hlutfall var 92% árið 1983. Ef skoðaður er aðeins aldurinn 60-64 sér, eru 93% með bílpróf. Ekki eru mörg ár liðin síðan fólk á aldrinum 35-44 voru bestu kúnnar bílaumboðanna, en það er liðin tíð. Það var ekki bara efnahagslægðin árið 2008 sem hefur breytt landslaginu, en strax árið 2004 fór eknum kílómetrum í Bandaríkjunum að fækka og á breytt lífsmynstur yngri kynslóðarinnar þar stærstan hlut að máli.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent