Mynd Baltasars sú vinsælasta vestanhafs Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. ágúst 2013 11:48 Það eru þeir Denzel Washington og Mark Wahlberg sem fara með aðalhlutverkin í 2 Guns. Mynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, var sú vinsælasta í bandarískum og kanadískum kvikmyndahúsum yfir helgina og þénaði rúmar 27 milljónir dala. Það er betri árangur en fyrri kvikmynd leikstjórans, Contraband, náði þó henni hafi einnig gengið vel. Hún þénaði rúmar 24 milljónir dala yfir opnunarhelgi og endaði í rúmum 66 milljónum. Vísir spurði kvikmyndagerðarmanninn Ásgrím Sverrisson álits, og segir hann gengi 2 Guns hafa staðist væntingar miðað við árstíma. „Það eru til margar leiðir til að líta á þetta. Þetta er auðvitað mikið ef þú horfir á þetta frá íslenskum sjónarhóli. Frá amerískum sjónarhóli er þetta opnun sem má búast við á þessum árstíma, jafnvel heldur betri. Oft er talað um ágúst sem daufan mánuð eftir stórmyndir sumarsins. Bíóaðsókn í heildina er sögð þokkaleg og hvað varðar myndina þá virðist hún hafa nokkurn veginn staðist væntingar.“ Ásgrímur segir flest benda til þess að myndin eigi eftir að þéna svipað og Contraband gerði í fyrra. En hvað þýðir þetta fyrir íslenska kvikmyndagerð? „Sko ég held að þetta þýði langmest fyrir Baltasar sjálfan. Þetta eru vísbendingar um að honum sé að ganga mjög vel og það er ánægjulegt. Það er mjög sannfærandi fyrir hann að gera tvær myndir í röð, sínar fyrstu stúdíómyndir, sem báðar fara á toppinn. Það er mjög sannfærandi innkoma. En svo hefur Baltasar talað um að hann vilji setja fé í íslenska kvikmyndagerð og þetta mun auðvitað hjálpa honum að útvega fé.“ Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Mynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, var sú vinsælasta í bandarískum og kanadískum kvikmyndahúsum yfir helgina og þénaði rúmar 27 milljónir dala. Það er betri árangur en fyrri kvikmynd leikstjórans, Contraband, náði þó henni hafi einnig gengið vel. Hún þénaði rúmar 24 milljónir dala yfir opnunarhelgi og endaði í rúmum 66 milljónum. Vísir spurði kvikmyndagerðarmanninn Ásgrím Sverrisson álits, og segir hann gengi 2 Guns hafa staðist væntingar miðað við árstíma. „Það eru til margar leiðir til að líta á þetta. Þetta er auðvitað mikið ef þú horfir á þetta frá íslenskum sjónarhóli. Frá amerískum sjónarhóli er þetta opnun sem má búast við á þessum árstíma, jafnvel heldur betri. Oft er talað um ágúst sem daufan mánuð eftir stórmyndir sumarsins. Bíóaðsókn í heildina er sögð þokkaleg og hvað varðar myndina þá virðist hún hafa nokkurn veginn staðist væntingar.“ Ásgrímur segir flest benda til þess að myndin eigi eftir að þéna svipað og Contraband gerði í fyrra. En hvað þýðir þetta fyrir íslenska kvikmyndagerð? „Sko ég held að þetta þýði langmest fyrir Baltasar sjálfan. Þetta eru vísbendingar um að honum sé að ganga mjög vel og það er ánægjulegt. Það er mjög sannfærandi fyrir hann að gera tvær myndir í röð, sínar fyrstu stúdíómyndir, sem báðar fara á toppinn. Það er mjög sannfærandi innkoma. En svo hefur Baltasar talað um að hann vilji setja fé í íslenska kvikmyndagerð og þetta mun auðvitað hjálpa honum að útvega fé.“
Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira