GM sker 5.000 dali af Chevrolet Volt Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2013 11:15 Chevrolet Volt Samkeppnin á rafbílamarkaðnum fer síharðnandi og ekki langt síðan Nissan lækkaði verulega verð Leaf rafmagnsbíls síns, til að auka sölu hans. Ekki þurfti lengi að bíða viðbragða General Motors, sem nú hefur lækkað verð Volt um 5.000 dollara og kostar hann nú 34.995 dollara, eða 4,2 milljónir króna í Bandaríkjunum. Að auki fá nýir eigendur Chevrolet Volt 7.500 dollara endurgreiðslu frá ríkinu þar sem bíllinn mengar lítið og því er endanlegt verð hans 27.495 dollarar, eða aðeins 3,3 milljónir króna. Það telst ekki sérlega mikið fyrir stóran og vel búinn lúxusbíl. Ford lækkaði einnig verð Ford Focus EV um 4.000 dollara fyrir stuttu. General Motors segir að fyrirtækið hafi náð verulegum árangri í að lækka framleiðslukostnað bílsins að undanförnu. GM segir að næsta kynslóð bílsins, sem væntanleg er árið 2015, muni kosta 5-10.000 færri dollara í framleiðslu en núverandi bíll. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent
Samkeppnin á rafbílamarkaðnum fer síharðnandi og ekki langt síðan Nissan lækkaði verulega verð Leaf rafmagnsbíls síns, til að auka sölu hans. Ekki þurfti lengi að bíða viðbragða General Motors, sem nú hefur lækkað verð Volt um 5.000 dollara og kostar hann nú 34.995 dollara, eða 4,2 milljónir króna í Bandaríkjunum. Að auki fá nýir eigendur Chevrolet Volt 7.500 dollara endurgreiðslu frá ríkinu þar sem bíllinn mengar lítið og því er endanlegt verð hans 27.495 dollarar, eða aðeins 3,3 milljónir króna. Það telst ekki sérlega mikið fyrir stóran og vel búinn lúxusbíl. Ford lækkaði einnig verð Ford Focus EV um 4.000 dollara fyrir stuttu. General Motors segir að fyrirtækið hafi náð verulegum árangri í að lækka framleiðslukostnað bílsins að undanförnu. GM segir að næsta kynslóð bílsins, sem væntanleg er árið 2015, muni kosta 5-10.000 færri dollara í framleiðslu en núverandi bíll.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent