Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. ágúst 2013 21:04 Guðsþjónusta gyðinga á Íslandi í fyrra. Eins og sjá má var íslenskt gos á boðstólum. Mynd/Rabbíni Berel Pewzner Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. Þetta kemur fram í grein í blaðinu The Jewish Daily Forward, sem er staðsett í New York borg í Bandaríkjunum. Ber greinin heitið "Örfáir gyðingar halda trúnni á lífi" og vísar það í guðsþjónustu sem 50 gyðingar á Íslandi héldu á síðasta ári. Segir í fréttinni að það sé mæting sem margir rabbínar myndu gefa vinstri hönd til þess að fá. Nú í ár stendur til að halda þjónustu á nýjan leik í tilefni af nýársfögnuði gyðinga. Mun rabbíninn, Berel Pewzner frá Chabad, mæta á staðinn en hann heimsækir Ísland reglulega. Hann kom fyrst hingað árið 2011 í því skyni að þróa hið litla samfélag gyðinga sem hér er. „Ég hef alltaf verið heillaður af lífi gyðinga á afskekktum og einstökum stöðum um heiminn,“ segir Pewzner í samtali við Forward. „Ég hef ferðast til fjölmargra landa, í þeim tilgangi að tengjast samfélögum gyðinga sem þar búa. Þannig að þegar ég kom til Íslands, til lands sem virtist hafa lítinn fjölda af gyðingum, en líflegt og nútímalegt samfélag gyðinga, kveikti það forvitni mína.“ Fyrsti gyðingurinn kom til landsins árið 1906 en það var ekki fyrr en 1940 sem fyrsti söfnuður gyðinga var stofnaður á íslenskri jörðu. Þá voru hér á landi mikið af Bretum sem að voru staðsettir hér vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Árið eftir komu enn fleiri gyðingar til landsins með tilkomu amerískra hermanna. Voru um tvö þúsund gyðingar hér í lok seinni heimstyrjaldarinnar. Í dag koma gyðingar á Íslandi víðsvegar að úr heiminum en engir innfæddir gyðingar eru hér samkvæmt greininni. Þeir gyðingar sem komu hingað til lands komu vegna vinnu, til þess að læra eða eltu ástina hingað í Atlantshafið. Jovana Alkalaj, sem kveðst vera serbneskur gyðingur, segir að uppruni hennar hafi aldrei verið vandamál fyrir neinn á Íslandi. Hún er gift Íslendingi. Julian Burgos, sjávarlíffræðingur sem ólst upp í Ecuador, hefur sömu sögu að segja. Hann segir að þrátt fyrir að enginn á Íslandi setji sig upp á móti venjum og háttum gyðinga gildi ekki það sama um Ísrael og stjórnmálin þar í landi. Segir hann marga Íslendinga gagnrýna ísraelsk stjórnvöld og minnist hann á að fyrri ríkisstjórn hafi gengið harðlega fram í þeim efnum. Hann segist sjálfur eiga í innri átökum með efnið. „Jafnvel þó að ég sé gyðingur og elski Ísrael, eða mögulega vegna þess, er ég æstur yfir ástandinu í Gaza og á Vesturbakkanum og óbilgirni ísraelskra stjórnvalda,“ segir hann. Í greininni kemur ekki fram hvenær eða hvar guðsþjónustan verður haldin. Líkur má leiða að því að hún verði haldin í byrjun september þar sem að nýár gyðinga er haldið hátíðlegt fimmta til sjötta þess mánaðar. Gasa Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. Þetta kemur fram í grein í blaðinu The Jewish Daily Forward, sem er staðsett í New York borg í Bandaríkjunum. Ber greinin heitið "Örfáir gyðingar halda trúnni á lífi" og vísar það í guðsþjónustu sem 50 gyðingar á Íslandi héldu á síðasta ári. Segir í fréttinni að það sé mæting sem margir rabbínar myndu gefa vinstri hönd til þess að fá. Nú í ár stendur til að halda þjónustu á nýjan leik í tilefni af nýársfögnuði gyðinga. Mun rabbíninn, Berel Pewzner frá Chabad, mæta á staðinn en hann heimsækir Ísland reglulega. Hann kom fyrst hingað árið 2011 í því skyni að þróa hið litla samfélag gyðinga sem hér er. „Ég hef alltaf verið heillaður af lífi gyðinga á afskekktum og einstökum stöðum um heiminn,“ segir Pewzner í samtali við Forward. „Ég hef ferðast til fjölmargra landa, í þeim tilgangi að tengjast samfélögum gyðinga sem þar búa. Þannig að þegar ég kom til Íslands, til lands sem virtist hafa lítinn fjölda af gyðingum, en líflegt og nútímalegt samfélag gyðinga, kveikti það forvitni mína.“ Fyrsti gyðingurinn kom til landsins árið 1906 en það var ekki fyrr en 1940 sem fyrsti söfnuður gyðinga var stofnaður á íslenskri jörðu. Þá voru hér á landi mikið af Bretum sem að voru staðsettir hér vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Árið eftir komu enn fleiri gyðingar til landsins með tilkomu amerískra hermanna. Voru um tvö þúsund gyðingar hér í lok seinni heimstyrjaldarinnar. Í dag koma gyðingar á Íslandi víðsvegar að úr heiminum en engir innfæddir gyðingar eru hér samkvæmt greininni. Þeir gyðingar sem komu hingað til lands komu vegna vinnu, til þess að læra eða eltu ástina hingað í Atlantshafið. Jovana Alkalaj, sem kveðst vera serbneskur gyðingur, segir að uppruni hennar hafi aldrei verið vandamál fyrir neinn á Íslandi. Hún er gift Íslendingi. Julian Burgos, sjávarlíffræðingur sem ólst upp í Ecuador, hefur sömu sögu að segja. Hann segir að þrátt fyrir að enginn á Íslandi setji sig upp á móti venjum og háttum gyðinga gildi ekki það sama um Ísrael og stjórnmálin þar í landi. Segir hann marga Íslendinga gagnrýna ísraelsk stjórnvöld og minnist hann á að fyrri ríkisstjórn hafi gengið harðlega fram í þeim efnum. Hann segist sjálfur eiga í innri átökum með efnið. „Jafnvel þó að ég sé gyðingur og elski Ísrael, eða mögulega vegna þess, er ég æstur yfir ástandinu í Gaza og á Vesturbakkanum og óbilgirni ísraelskra stjórnvalda,“ segir hann. Í greininni kemur ekki fram hvenær eða hvar guðsþjónustan verður haldin. Líkur má leiða að því að hún verði haldin í byrjun september þar sem að nýár gyðinga er haldið hátíðlegt fimmta til sjötta þess mánaðar.
Gasa Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira