Ein milljón Hyundai Santa Fe Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2013 08:45 Ný kynslóð Hyundai Santa Fe Í fyrradag náði S-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai þeim áfanga að framleiða milljónasta Santa Fe bílinn. Jepplingurinn Santa Fe var fyrst kynntur árið 2000. Santa Fe bíllinn er alger lykilbíll í markaðssetningu Hyundai í Bandaríkjunum og selst þar vel, sem og víða um heiminn, svo sem hér á Íslandi. Ný og gerbreytt kynslóð hans kom á markað í fyrra og hefur bíllinn fengið lofsamlega dóma bílablaðamanna um allan heim. Áður en Santa Fe kom á markað var Hyundai þekkt fyrir framleiðslu smærri fólksbíla á lágu verði, svo tilkoma hans breytti miklu fyrir Hyundai. Hyundai framleiðir Santa Fe fyrir Bandaríkjamarkað í Gergíufylki og þar framleiðir Hyundai 500.000 bíla á ári og það þrjár bílgerðir sínar, þ.e. Hyundai Elantra, Sonata og Santa Fe . Hyundai áætlar að selja 700.000 bíla í Bandaríkjunum í ár og því eru 200.000 þeirra fluttir inn frá S-Kóreu. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent
Í fyrradag náði S-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai þeim áfanga að framleiða milljónasta Santa Fe bílinn. Jepplingurinn Santa Fe var fyrst kynntur árið 2000. Santa Fe bíllinn er alger lykilbíll í markaðssetningu Hyundai í Bandaríkjunum og selst þar vel, sem og víða um heiminn, svo sem hér á Íslandi. Ný og gerbreytt kynslóð hans kom á markað í fyrra og hefur bíllinn fengið lofsamlega dóma bílablaðamanna um allan heim. Áður en Santa Fe kom á markað var Hyundai þekkt fyrir framleiðslu smærri fólksbíla á lágu verði, svo tilkoma hans breytti miklu fyrir Hyundai. Hyundai framleiðir Santa Fe fyrir Bandaríkjamarkað í Gergíufylki og þar framleiðir Hyundai 500.000 bíla á ári og það þrjár bílgerðir sínar, þ.e. Hyundai Elantra, Sonata og Santa Fe . Hyundai áætlar að selja 700.000 bíla í Bandaríkjunum í ár og því eru 200.000 þeirra fluttir inn frá S-Kóreu.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent