Jaguar sýnir jeppling í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2013 08:45 Hinn laglegasti jepplingur frá Jaguar Í viðleitni sinni við að hækka verulega sölutölur sínar eru starfsmenn Jaguar nú sveittir við smíði jepplings sem meiningin er að sýna fyrst almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í september. Fréttir herma að hann muni fá nafnið XQ. Hver tekur ekki þátt í hinum sívaxandi jepplingamarkaði nú? Bíllinn verður fjórhjóladrifinn en samt byggður á sama undirvagni og hinn nýi Jaguar XS fólksbíll sem einnig er í smíðum. Flestir hefðu nú búist við því að jepplingurinn fengi undirvagn frá Land Rover, sem er í eigu sama aðila. Jaguar XS fólksbíllinn, sem yrði minnsti bíll Jaguar er væntanlegur á markað árið 2015, en XQ jepplingurinn árið eftir. QX jepplingurinn verður að miklu leiti smíðaður úr áli og á að verða ógnarléttur. Líklega fær hann 240 hestafla 2,0 lítra bensínvél í grunngerð, 2,2 lítra dísilvél og vafalaust verður einnig í boði 3,0 lítra og sex strokka mjög öflug vél með keflablásara. Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent
Í viðleitni sinni við að hækka verulega sölutölur sínar eru starfsmenn Jaguar nú sveittir við smíði jepplings sem meiningin er að sýna fyrst almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í september. Fréttir herma að hann muni fá nafnið XQ. Hver tekur ekki þátt í hinum sívaxandi jepplingamarkaði nú? Bíllinn verður fjórhjóladrifinn en samt byggður á sama undirvagni og hinn nýi Jaguar XS fólksbíll sem einnig er í smíðum. Flestir hefðu nú búist við því að jepplingurinn fengi undirvagn frá Land Rover, sem er í eigu sama aðila. Jaguar XS fólksbíllinn, sem yrði minnsti bíll Jaguar er væntanlegur á markað árið 2015, en XQ jepplingurinn árið eftir. QX jepplingurinn verður að miklu leiti smíðaður úr áli og á að verða ógnarléttur. Líklega fær hann 240 hestafla 2,0 lítra bensínvél í grunngerð, 2,2 lítra dísilvél og vafalaust verður einnig í boði 3,0 lítra og sex strokka mjög öflug vél með keflablásara.
Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent