Flottur kádiljákur Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2013 11:15 Cadillac Elmiraj hagmyndabíllinn Cadillac hefur smíðað óvenju fríðan hugmyndabíl sem ekki er eins kantaður og flestar bílgerðir þeirra í dag. Hann hefur fengið nafnið Elmiraj. Þessi bíll verður sýndur á glæsibílasýningunni Pebble Beach Concours d´Elegance í Kaliforníu sem hefst eftir 2 daga. Bíllinn er með coupe lagi og mjúkar línur leika eftir hliðum hans þó örlítil Cadillac-köntun birtist á afturhluta bílsins. Þessi nýi bíll er enginn smásmíð því hann er 5,25 m langur og 193 cm breiður og vegur 1.815 kíló. Þó eru aðeins tvær hurðir á þessum bíl eins og coupe bíl sæmir, en þær eru sannarlega stórar. Coupe formið lýsir sér einnig í löngu húddi og stuttu skotti, stórri afturrúðu en smáum hliðarrúðum. Vélin hæfir bílnum, 500 hestafla V8 með 4,5 lítra sprengirými sem ætti að duga til að koma bílnum úr sporunum. Í Elmiraj eru 4 sæti því miðjustokkur aðskilur sætin að aftan. Leðursæti bílsins eru að karamellulit og í innréttingunni er innfelldur brasilískur rósaviður sem gefur henni eðalt útlit. Mjúkar línur nema að aftanEkkert sérlega ljótur að innan Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent
Cadillac hefur smíðað óvenju fríðan hugmyndabíl sem ekki er eins kantaður og flestar bílgerðir þeirra í dag. Hann hefur fengið nafnið Elmiraj. Þessi bíll verður sýndur á glæsibílasýningunni Pebble Beach Concours d´Elegance í Kaliforníu sem hefst eftir 2 daga. Bíllinn er með coupe lagi og mjúkar línur leika eftir hliðum hans þó örlítil Cadillac-köntun birtist á afturhluta bílsins. Þessi nýi bíll er enginn smásmíð því hann er 5,25 m langur og 193 cm breiður og vegur 1.815 kíló. Þó eru aðeins tvær hurðir á þessum bíl eins og coupe bíl sæmir, en þær eru sannarlega stórar. Coupe formið lýsir sér einnig í löngu húddi og stuttu skotti, stórri afturrúðu en smáum hliðarrúðum. Vélin hæfir bílnum, 500 hestafla V8 með 4,5 lítra sprengirými sem ætti að duga til að koma bílnum úr sporunum. Í Elmiraj eru 4 sæti því miðjustokkur aðskilur sætin að aftan. Leðursæti bílsins eru að karamellulit og í innréttingunni er innfelldur brasilískur rósaviður sem gefur henni eðalt útlit. Mjúkar línur nema að aftanEkkert sérlega ljótur að innan
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent