Blendingar villts lax og eldislax í Elliðaánum Svavar Hávarðsson skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Mynd/Daníel Erfðablöndun við eldislax hefur raskað stofngerð villta Elliðaárlaxins. Blendingar villtra laxa og eldislaxa greinast í ánum. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna frá Veiðimálastofnun, Háskóla Íslands, Hafrannsóknastofnun, Matís og Háskólanum í Idaho í Bandaríkjunum. Aðalhöfundur er Leó Alexander Guðmundsson, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, er einn meðhöfunda rannsóknarinnar sem birtist nýverið í vísindaritinu Conservation Genetics. Hann segir að ein aðalniðurstaðan sé einfaldlega sú að varast beri erfðablöndun villts lax og eldislax með öllum ráðum. „Við höfum lengi varað við þessari hættu,“ segir Sigurður. „Þegar fyrsta laxeldisbylgjan gekk yfir, bæði sjókvíaeldi og í hafbeit, kom töluvert af eldislaxi inn í Elliðaárnar. Þessi rannsókn sýnir að villti laxastofninn blandaðist í kjölfarið. Í rannsókninni greindust blendingar villts lax og eldislax í ánum og því eru leiddar að því líkur að erfðablöndunin hafi stuðlað að hnignun villtu stofnanna.“ Í gildi er bann við laxeldi í sjókvíum á svæðum þar sem stórar laxveiðiár eru, til dæmis í Faxaflóa, Breiðafirði og fyrir Norðurlandi. Sjókvíaeldi er heimilt á öðrum svæðum. Nú er hafin uppbygging á allstórtæku sjókvíaeldi á Vestfjörðum með lax af norsku kyni, sem hefur valdið deilum, ekki síst vegna fyrirhugaðs eldis í Ísafjarðardjúpi þar sem góðar laxveiðiár renna til sjávar. Aðspurður um eldið á Vestfjörðum segir Sigurður greinilega hættu til staðar en jafnframt flókið hvað getur hlotist af því að lax sleppi úr kvíum og gangi í ár. Það stjórnist af því hvað mikið af laxi sleppur og hversu lengi blöndunin stendur. „Það skiptir líka máli hversu fjarskyldur laxinn er, og því er norski laxinn hættulegri. Rökin fyrir því að nota kynbættan norskan eldislax eru hins vegar öll á þá lund að hann sé betri í eldi, en mótrök er varða náttúruna eru fyrirferðarminni.“ Í rannsókninni var erfðaefni lax í árkerfi Elliðaáa kannað; í Elliðaánum, Hólmsá og Suðurá. Nýtt voru hreistursýni frá 1948 og 1962 og sýni af laxi frá því kringum 1990 og 2005, bæði af seiðum og fullorðnum laxi. Áður en mesta innstreymi eldislaxins í árnar átti sér stað greindust mismunandi laxastofnar í hverri á en sá munur minnkaði eða greindist ekki eftir að eldislax tók að ganga í árnar.Hér má finna greinina í Conservation Genetics. Þeir sem komu að ritun hennar eru: Aðalhöfundur er Leó Alexander Guðmundsson (Veiðimálastofnun) og meðhöfundar eru Sigurður Guðjónsson (Veiðimálastofnun), Guðrún Marteinsdóttir (Háskóli Íslands), Dennis L. Scarnecchia (University of Idaho), Anna Kristín Daníelsdóttir (Matís) og Christophe Pampoulie (Hafrannsóknastofnun). Stangveiði Mest lesið Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði
Erfðablöndun við eldislax hefur raskað stofngerð villta Elliðaárlaxins. Blendingar villtra laxa og eldislaxa greinast í ánum. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna frá Veiðimálastofnun, Háskóla Íslands, Hafrannsóknastofnun, Matís og Háskólanum í Idaho í Bandaríkjunum. Aðalhöfundur er Leó Alexander Guðmundsson, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, er einn meðhöfunda rannsóknarinnar sem birtist nýverið í vísindaritinu Conservation Genetics. Hann segir að ein aðalniðurstaðan sé einfaldlega sú að varast beri erfðablöndun villts lax og eldislax með öllum ráðum. „Við höfum lengi varað við þessari hættu,“ segir Sigurður. „Þegar fyrsta laxeldisbylgjan gekk yfir, bæði sjókvíaeldi og í hafbeit, kom töluvert af eldislaxi inn í Elliðaárnar. Þessi rannsókn sýnir að villti laxastofninn blandaðist í kjölfarið. Í rannsókninni greindust blendingar villts lax og eldislax í ánum og því eru leiddar að því líkur að erfðablöndunin hafi stuðlað að hnignun villtu stofnanna.“ Í gildi er bann við laxeldi í sjókvíum á svæðum þar sem stórar laxveiðiár eru, til dæmis í Faxaflóa, Breiðafirði og fyrir Norðurlandi. Sjókvíaeldi er heimilt á öðrum svæðum. Nú er hafin uppbygging á allstórtæku sjókvíaeldi á Vestfjörðum með lax af norsku kyni, sem hefur valdið deilum, ekki síst vegna fyrirhugaðs eldis í Ísafjarðardjúpi þar sem góðar laxveiðiár renna til sjávar. Aðspurður um eldið á Vestfjörðum segir Sigurður greinilega hættu til staðar en jafnframt flókið hvað getur hlotist af því að lax sleppi úr kvíum og gangi í ár. Það stjórnist af því hvað mikið af laxi sleppur og hversu lengi blöndunin stendur. „Það skiptir líka máli hversu fjarskyldur laxinn er, og því er norski laxinn hættulegri. Rökin fyrir því að nota kynbættan norskan eldislax eru hins vegar öll á þá lund að hann sé betri í eldi, en mótrök er varða náttúruna eru fyrirferðarminni.“ Í rannsókninni var erfðaefni lax í árkerfi Elliðaáa kannað; í Elliðaánum, Hólmsá og Suðurá. Nýtt voru hreistursýni frá 1948 og 1962 og sýni af laxi frá því kringum 1990 og 2005, bæði af seiðum og fullorðnum laxi. Áður en mesta innstreymi eldislaxins í árnar átti sér stað greindust mismunandi laxastofnar í hverri á en sá munur minnkaði eða greindist ekki eftir að eldislax tók að ganga í árnar.Hér má finna greinina í Conservation Genetics. Þeir sem komu að ritun hennar eru: Aðalhöfundur er Leó Alexander Guðmundsson (Veiðimálastofnun) og meðhöfundar eru Sigurður Guðjónsson (Veiðimálastofnun), Guðrún Marteinsdóttir (Háskóli Íslands), Dennis L. Scarnecchia (University of Idaho), Anna Kristín Daníelsdóttir (Matís) og Christophe Pampoulie (Hafrannsóknastofnun).
Stangveiði Mest lesið Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði