Viðskipti erlent

Óttast hærri fargjöld og færri valkosti

Bandarísk stjórnvöld hafa höfðað mál til að koma í veg fyrir að American Airlines og US Airways sameininst. Talið er að það gæti haft neikvæð áhrif á samkeppnismarkaðinn.
Bandarísk stjórnvöld hafa höfðað mál til að koma í veg fyrir að American Airlines og US Airways sameininst. Talið er að það gæti haft neikvæð áhrif á samkeppnismarkaðinn. Mynd/AP
Bandarísk stjórnvöld hafa höfðað mál til þess að koma í veg fyrir samruna American Airlines og US Airways. Með fyrirhuguðum samruna yrði til stærsta flugfélag veraldar, um það bil ellefu milljarða dala virði, með 6.700 flugferðir á dag og árstekjur upp á um fjörutíu milljarða dala.

Þegar stjórn US Airways samþykkti samrunann fyrir sitt leyti í síðasta mánuði lýsti framkvæmdastjóri félagsins því yfir að með þessu væri stefnt að því að búa til sterkan keppinaut við hina þrjá risana á markaðnum, United, Delta og Southwest.

Samruninn fyrirhugaði er hluti af endurskipulagningu American Airlines, sem hefur verið í greiðslustöðvum frá haustinu 2011.

Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í gær að ef af samrunanum yrði yrðu afleiðingarnar „hærri fargjöld, hærri aukaþóknanir og færri valkostir“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×