Chevrolet Volt með 3 strokka vél úr Opel Adam Finnur Thorlacius skrifar 14. ágúst 2013 15:45 Léttari og aflmeiri Volt hlýtur að vera takmark Chevrolet Samkvæmt Automotive News er til skoðunar hjá Chevrolet að næsta kynslóð Volt verði í boði með 3 strokka lítilli vél sem General Motors dregur úr vopnabúri sínu frá smábílnum Opel Adam. Von er á Opel Adam með þessari vél á næsta ári. Búist er við næstu kynslóð Volt á næstu 18 til 24 mánuðum. Þessi nýja vél yrði með 1,0 eða 1,2 lítra sprengirými, 115 hestöfl og smíðuð úr áli. Sú vél er 31 hestafli öflugri en er í núverandi Volt, en hún er með 1,4 lítra sprengirými. Einnig er búist við að Volt fá nýjan og léttan undirvagn. Núverandi Volt er smíðaður á sama undirvagni og Chevrolet Cruze og Buick Verano. Þessar breytingar ættu að verða til verulegrar lækkunar á eyðslu Volt og hver er ekki einmitt að pæla í slíku um þessar mundir. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent
Samkvæmt Automotive News er til skoðunar hjá Chevrolet að næsta kynslóð Volt verði í boði með 3 strokka lítilli vél sem General Motors dregur úr vopnabúri sínu frá smábílnum Opel Adam. Von er á Opel Adam með þessari vél á næsta ári. Búist er við næstu kynslóð Volt á næstu 18 til 24 mánuðum. Þessi nýja vél yrði með 1,0 eða 1,2 lítra sprengirými, 115 hestöfl og smíðuð úr áli. Sú vél er 31 hestafli öflugri en er í núverandi Volt, en hún er með 1,4 lítra sprengirými. Einnig er búist við að Volt fá nýjan og léttan undirvagn. Núverandi Volt er smíðaður á sama undirvagni og Chevrolet Cruze og Buick Verano. Þessar breytingar ættu að verða til verulegrar lækkunar á eyðslu Volt og hver er ekki einmitt að pæla í slíku um þessar mundir.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent