Nýi Subaru WRX? Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2013 16:00 Ef nýr Subaru WRX mun líta svona út verða margir Subaruaðdáendur kátir Ef þetta er útlit næsta Subaru WRX verða margir Subaru aðdáendur glaðir, en sannarlega sést hér mikil framför frá núverandi bíl, sem margir eru ekki sáttir við útlitslega. Ekki er mjög mikið vitað um bílinn, en þó að vél hans verður bæði með forþjöppu og keflablásara. Búast má við meira afli en í núverandi WRX bíls, sem er þó með 265 hestöfl tiltæk. STI útgáfa bílsins er 305 hestöfl. Núverandi WX er með 2,5 lítra vél, en sá nýi verður líklega með 2,0 lítra vél, en samt fleiri hestöfl. Bíllinn verður með 6 gíra beinskiptingu en núverandi bíll er með 5 gíra. Áfram verður bíllinn að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn. Að myndinni að dæma verður bíllinn nokkru lægri á vegi en forverinn og þyngdarpunktur hans lágur, en fyrir vikið verður hann ef til vill ekki eins hentugur á íslenskum vegum, eða sem rallbíll. En flottur er hann. Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent
Ef þetta er útlit næsta Subaru WRX verða margir Subaru aðdáendur glaðir, en sannarlega sést hér mikil framför frá núverandi bíl, sem margir eru ekki sáttir við útlitslega. Ekki er mjög mikið vitað um bílinn, en þó að vél hans verður bæði með forþjöppu og keflablásara. Búast má við meira afli en í núverandi WRX bíls, sem er þó með 265 hestöfl tiltæk. STI útgáfa bílsins er 305 hestöfl. Núverandi WX er með 2,5 lítra vél, en sá nýi verður líklega með 2,0 lítra vél, en samt fleiri hestöfl. Bíllinn verður með 6 gíra beinskiptingu en núverandi bíll er með 5 gíra. Áfram verður bíllinn að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn. Að myndinni að dæma verður bíllinn nokkru lægri á vegi en forverinn og þyngdarpunktur hans lágur, en fyrir vikið verður hann ef til vill ekki eins hentugur á íslenskum vegum, eða sem rallbíll. En flottur er hann.
Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent