Nýi Subaru WRX? Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2013 16:00 Ef nýr Subaru WRX mun líta svona út verða margir Subaruaðdáendur kátir Ef þetta er útlit næsta Subaru WRX verða margir Subaru aðdáendur glaðir, en sannarlega sést hér mikil framför frá núverandi bíl, sem margir eru ekki sáttir við útlitslega. Ekki er mjög mikið vitað um bílinn, en þó að vél hans verður bæði með forþjöppu og keflablásara. Búast má við meira afli en í núverandi WRX bíls, sem er þó með 265 hestöfl tiltæk. STI útgáfa bílsins er 305 hestöfl. Núverandi WX er með 2,5 lítra vél, en sá nýi verður líklega með 2,0 lítra vél, en samt fleiri hestöfl. Bíllinn verður með 6 gíra beinskiptingu en núverandi bíll er með 5 gíra. Áfram verður bíllinn að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn. Að myndinni að dæma verður bíllinn nokkru lægri á vegi en forverinn og þyngdarpunktur hans lágur, en fyrir vikið verður hann ef til vill ekki eins hentugur á íslenskum vegum, eða sem rallbíll. En flottur er hann. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent
Ef þetta er útlit næsta Subaru WRX verða margir Subaru aðdáendur glaðir, en sannarlega sést hér mikil framför frá núverandi bíl, sem margir eru ekki sáttir við útlitslega. Ekki er mjög mikið vitað um bílinn, en þó að vél hans verður bæði með forþjöppu og keflablásara. Búast má við meira afli en í núverandi WRX bíls, sem er þó með 265 hestöfl tiltæk. STI útgáfa bílsins er 305 hestöfl. Núverandi WX er með 2,5 lítra vél, en sá nýi verður líklega með 2,0 lítra vél, en samt fleiri hestöfl. Bíllinn verður með 6 gíra beinskiptingu en núverandi bíll er með 5 gíra. Áfram verður bíllinn að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn. Að myndinni að dæma verður bíllinn nokkru lægri á vegi en forverinn og þyngdarpunktur hans lágur, en fyrir vikið verður hann ef til vill ekki eins hentugur á íslenskum vegum, eða sem rallbíll. En flottur er hann.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent