Nýi Subaru WRX? Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2013 16:00 Ef nýr Subaru WRX mun líta svona út verða margir Subaruaðdáendur kátir Ef þetta er útlit næsta Subaru WRX verða margir Subaru aðdáendur glaðir, en sannarlega sést hér mikil framför frá núverandi bíl, sem margir eru ekki sáttir við útlitslega. Ekki er mjög mikið vitað um bílinn, en þó að vél hans verður bæði með forþjöppu og keflablásara. Búast má við meira afli en í núverandi WRX bíls, sem er þó með 265 hestöfl tiltæk. STI útgáfa bílsins er 305 hestöfl. Núverandi WX er með 2,5 lítra vél, en sá nýi verður líklega með 2,0 lítra vél, en samt fleiri hestöfl. Bíllinn verður með 6 gíra beinskiptingu en núverandi bíll er með 5 gíra. Áfram verður bíllinn að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn. Að myndinni að dæma verður bíllinn nokkru lægri á vegi en forverinn og þyngdarpunktur hans lágur, en fyrir vikið verður hann ef til vill ekki eins hentugur á íslenskum vegum, eða sem rallbíll. En flottur er hann. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent
Ef þetta er útlit næsta Subaru WRX verða margir Subaru aðdáendur glaðir, en sannarlega sést hér mikil framför frá núverandi bíl, sem margir eru ekki sáttir við útlitslega. Ekki er mjög mikið vitað um bílinn, en þó að vél hans verður bæði með forþjöppu og keflablásara. Búast má við meira afli en í núverandi WRX bíls, sem er þó með 265 hestöfl tiltæk. STI útgáfa bílsins er 305 hestöfl. Núverandi WX er með 2,5 lítra vél, en sá nýi verður líklega með 2,0 lítra vél, en samt fleiri hestöfl. Bíllinn verður með 6 gíra beinskiptingu en núverandi bíll er með 5 gíra. Áfram verður bíllinn að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn. Að myndinni að dæma verður bíllinn nokkru lægri á vegi en forverinn og þyngdarpunktur hans lágur, en fyrir vikið verður hann ef til vill ekki eins hentugur á íslenskum vegum, eða sem rallbíll. En flottur er hann.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent