Aukinn hagnaður Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2013 15:15 Söluhæsti bíll Volkswagen er Golf Volkswagen kom hlutabréfamarkaðnum enn einu sinni á óvart og skilaði meiri hagnaði á öðrum ársfjórðungi en í fyrra. Hagnaður VW nam 552 milljarði króna, en hann var 542 milljarður í fyrra. Helstu ástæður þessa er ný og fjársparandi tækni við þróun bíla Volkswagen samstæðunnar og aukin sala lúxusbíla hennar, þá helst Porsche og Audi. Velta VW var 9% meiri en í fyrra og nam 8.864 milljörðum króna og því er hagnaðurinn 6,2% af veltu. Spámenn bílamarkaðarins áttu von á 485 milljarða hagnaði svo VW fór 14% fram úr þeim spám. Þessum árangri náði Volkswagen samstæðan þrátt fyrir dræma bílasölu í Evrópu. Hagnaður fyrsta ársfjórðungs var 26% undir áætlunum VW en fyrirtækið hefur engu breytt um spá heildarhagnaðar á árinu uppá 1.817 milljarða króna. Nýr MBQ undirvagn sem notaður er í fjölmargar bílgerðir Volkswagen samstæðunnar á stóran þátt í þeim sparnaði sem náðst hefur við þróunarstarf nýrra bíla fyrirtækisins og er áætlað að hann muni spara fyrirtækinu allt að 3.000 milljörðum króna til ársins 2019. Það er ekki lítil tala. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent
Volkswagen kom hlutabréfamarkaðnum enn einu sinni á óvart og skilaði meiri hagnaði á öðrum ársfjórðungi en í fyrra. Hagnaður VW nam 552 milljarði króna, en hann var 542 milljarður í fyrra. Helstu ástæður þessa er ný og fjársparandi tækni við þróun bíla Volkswagen samstæðunnar og aukin sala lúxusbíla hennar, þá helst Porsche og Audi. Velta VW var 9% meiri en í fyrra og nam 8.864 milljörðum króna og því er hagnaðurinn 6,2% af veltu. Spámenn bílamarkaðarins áttu von á 485 milljarða hagnaði svo VW fór 14% fram úr þeim spám. Þessum árangri náði Volkswagen samstæðan þrátt fyrir dræma bílasölu í Evrópu. Hagnaður fyrsta ársfjórðungs var 26% undir áætlunum VW en fyrirtækið hefur engu breytt um spá heildarhagnaðar á árinu uppá 1.817 milljarða króna. Nýr MBQ undirvagn sem notaður er í fjölmargar bílgerðir Volkswagen samstæðunnar á stóran þátt í þeim sparnaði sem náðst hefur við þróunarstarf nýrra bíla fyrirtækisins og er áætlað að hann muni spara fyrirtækinu allt að 3.000 milljörðum króna til ársins 2019. Það er ekki lítil tala.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent