Toyota yfir 10 milljónir bíla í ár Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2013 13:45 Toyota mun halda titlinum stærsti bílaframleiðandi heims í ár Ef áætlanir Toyota fyrir þetta ár standast verður fyrirtækið það fyrsta til að framleiða og selja yfir 10 milljónir bíla á einu ári. Toyota seldi rétt undir 10 milljónum bíla á síðasta ári og var fyrir vikið stærsti framleiðandi ársins 2012 og náði aftur titlinum af General Motors frá árinu 2011, en bæði GM og Volkswagen framleiddu fleiri bíla það ár en Toyota vegna jarðskjálftans stóra í Japan sem hamlaði verulega framleiðslu Toyota þá. Aðeins þriðjungur bílanna í ár verður framleiddur í heimalandinu Japan, eða 3,3 milljónir bíla en spá Toyota er um framleiðslu 10,1 milljón bíla. Því lítur út fyrir að Toyota muni halda titlinum á milli ára. Það sem helst hjálpar Toyota að ná þessu takmarki sínu er mikil eftirspurn eftir Hybrid bílum fyrirtækisins í heimalandinu sem og lækkun japanska yensins sem hjálpar því að selja bíla í öðrum löndum. Í sölutölum Toyota er einnig sala Daihatsu og Hino bíla, en bæði fyrirtækin eru í eigu Toyota. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Ef áætlanir Toyota fyrir þetta ár standast verður fyrirtækið það fyrsta til að framleiða og selja yfir 10 milljónir bíla á einu ári. Toyota seldi rétt undir 10 milljónum bíla á síðasta ári og var fyrir vikið stærsti framleiðandi ársins 2012 og náði aftur titlinum af General Motors frá árinu 2011, en bæði GM og Volkswagen framleiddu fleiri bíla það ár en Toyota vegna jarðskjálftans stóra í Japan sem hamlaði verulega framleiðslu Toyota þá. Aðeins þriðjungur bílanna í ár verður framleiddur í heimalandinu Japan, eða 3,3 milljónir bíla en spá Toyota er um framleiðslu 10,1 milljón bíla. Því lítur út fyrir að Toyota muni halda titlinum á milli ára. Það sem helst hjálpar Toyota að ná þessu takmarki sínu er mikil eftirspurn eftir Hybrid bílum fyrirtækisins í heimalandinu sem og lækkun japanska yensins sem hjálpar því að selja bíla í öðrum löndum. Í sölutölum Toyota er einnig sala Daihatsu og Hino bíla, en bæði fyrirtækin eru í eigu Toyota.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent