Pottadólgurinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. ágúst 2013 09:33 Frjálslyndið faðmar mig fastar með hverju árinu sem líður. Ég hef megna andstyggð á karlrembu, rasisma og hómófóbíu og tel mig nokkuð víðsýnan. Í raun dettur mér fátt í hug sem gæti slegið mig út af laginu. Ég fór upp í sumarbústað með fjórum öðrum karlmönnum yfir helgina þar sem á dagskrá var öldrykkja, neysla grillmatar og hangs í heitum potti. Allir erum við komnir aðeins yfir þrítugt og því var andrúmsloftið afslappað og ólætin engin. Bara fimm settlegir menn að njóta sveitarinnar og félagsskapar hver annars. Þegar í pottinn var komið reyndist einn þó vera í heldur meira stuði en hinir. Líklega var hann með aðeins meira fljótandi í mallanum en í öllu falli leysti hann niður um sig sundbuxurnar og sat þarna á Adamsklæðunum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það kom eilítið fát á okkur hina. Þetta var ekki óþægilegt en við vissum ekki alveg hvernig við ættum að haga okkur. Ég hafði aldrei áður legið í sama vatni og karlmaður í engum fötum og því kann ég það ekki alveg. Ég velti því lengi fyrir mér hvort ég hefði fundið þarna einhverja hómófóbíu sem ég vissi ekki af. Var ég kannski ekki jafn frjálslyndur og ég hélt? Af hverju forðaðist ég að horfa í áttina að einum besta vini mínum til margra ára, meinlausum nokkurra barna föður sem vildi bara láta sér líða eins vel og hann gæti? Og jafnvel þótt ég væri ekki að horfa beint á hann þá getur typpi verið ansi dóminerandi í jaðarsjóninni. Ég ákvað að reyna að leiða þetta hjá mér. Við erum allir með typpi. Hvað með það þótt hann væri ekki í sundbuxum? Kannski myndi þessi reynsla bara gera mig enn frjálslyndari og víðsýnni mann. En þá fór hann að leika vindmyllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun
Frjálslyndið faðmar mig fastar með hverju árinu sem líður. Ég hef megna andstyggð á karlrembu, rasisma og hómófóbíu og tel mig nokkuð víðsýnan. Í raun dettur mér fátt í hug sem gæti slegið mig út af laginu. Ég fór upp í sumarbústað með fjórum öðrum karlmönnum yfir helgina þar sem á dagskrá var öldrykkja, neysla grillmatar og hangs í heitum potti. Allir erum við komnir aðeins yfir þrítugt og því var andrúmsloftið afslappað og ólætin engin. Bara fimm settlegir menn að njóta sveitarinnar og félagsskapar hver annars. Þegar í pottinn var komið reyndist einn þó vera í heldur meira stuði en hinir. Líklega var hann með aðeins meira fljótandi í mallanum en í öllu falli leysti hann niður um sig sundbuxurnar og sat þarna á Adamsklæðunum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það kom eilítið fát á okkur hina. Þetta var ekki óþægilegt en við vissum ekki alveg hvernig við ættum að haga okkur. Ég hafði aldrei áður legið í sama vatni og karlmaður í engum fötum og því kann ég það ekki alveg. Ég velti því lengi fyrir mér hvort ég hefði fundið þarna einhverja hómófóbíu sem ég vissi ekki af. Var ég kannski ekki jafn frjálslyndur og ég hélt? Af hverju forðaðist ég að horfa í áttina að einum besta vini mínum til margra ára, meinlausum nokkurra barna föður sem vildi bara láta sér líða eins vel og hann gæti? Og jafnvel þótt ég væri ekki að horfa beint á hann þá getur typpi verið ansi dóminerandi í jaðarsjóninni. Ég ákvað að reyna að leiða þetta hjá mér. Við erum allir með typpi. Hvað með það þótt hann væri ekki í sundbuxum? Kannski myndi þessi reynsla bara gera mig enn frjálslyndari og víðsýnni mann. En þá fór hann að leika vindmyllu.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun