Fyrsti sigur Dufner á risamóti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2013 23:20 Dufner og frú þegar sigurinn var í höfn. Nordicphotos/Getty Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner vann sigur á PGA-meistaramótinu á Oak Hill vellinum í New York-fylki í dag. Dufner var einu höggi á eftir landa sínum Jim Furyk fyrir lokahringinn. Dufner spilaði hins vegar frábært golf í dag, lauk leik á tveimur höggum undir pari og tíu höggum undir samanlagt. Dufner, sem jafnaði lægsta skor á risamóti á öðrum hringnum sem hann lék á 63 höggum, náði þremur fuglum á fyrri níu á lokahringnum. Stöðugur leikur gaf keppinautum hans aldrei færi á að komast inn í myndina. Dufner náði þar með að bæta fyrir tapið í umspili gegn Keegan Bradley á meistaramótinu fyrir tveimur árum. Þá leiddi hann með fimm höggum þegar fjórar holur voru eftir af lokahringnum. Henrik Stenson frá Svíþjóð hafnaði í þriðja sæti á eftir Bandaríkjamönnunum. Tiger Woods, sem hefur ekki unnið sigur á risamóti í fimm ár, lauk leik á 70 höggum í dag og á fjórum yfir samanlagt. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner vann sigur á PGA-meistaramótinu á Oak Hill vellinum í New York-fylki í dag. Dufner var einu höggi á eftir landa sínum Jim Furyk fyrir lokahringinn. Dufner spilaði hins vegar frábært golf í dag, lauk leik á tveimur höggum undir pari og tíu höggum undir samanlagt. Dufner, sem jafnaði lægsta skor á risamóti á öðrum hringnum sem hann lék á 63 höggum, náði þremur fuglum á fyrri níu á lokahringnum. Stöðugur leikur gaf keppinautum hans aldrei færi á að komast inn í myndina. Dufner náði þar með að bæta fyrir tapið í umspili gegn Keegan Bradley á meistaramótinu fyrir tveimur árum. Þá leiddi hann með fimm höggum þegar fjórar holur voru eftir af lokahringnum. Henrik Stenson frá Svíþjóð hafnaði í þriðja sæti á eftir Bandaríkjamönnunum. Tiger Woods, sem hefur ekki unnið sigur á risamóti í fimm ár, lauk leik á 70 höggum í dag og á fjórum yfir samanlagt.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira