Næsti Prius mun kosta minna Finnur Thorlacius skrifar 30. ágúst 2013 10:15 Toyota Prius Forsvarsmenn Toyota segja að næsta kynslóð Toyota Prius muni ekki bara kosta minna, heldur muni hann verða léttari og eyða minna, en alls ekki á kostnað búnaðar eða rýmis. Eyðslan á að minnka um 10% og þyngdarpunktur bílsins á að lækka talsvert. Næsta kynslóð Prius kemur væntanlega um vorið árið 2015 ef Toyota heldur sig við fyrri líftíma hverrar kynslóðar, sem hefur verið 6 ár. Rafhlöður bílsins verða minni og léttari, þökk sé annarri efnisnotkun og þau verður hægt að hlaða á minni tíma en í núverandi Prius. Hægt verður að hlaða bílinn þráðlaust og því engin þörf á kapli sem stinga þarf í samband. Toyota er einnig að vinna að þróun vetnisbíla sem kynntir verða á bílasýningunni í Tokyo í nóvember. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent
Forsvarsmenn Toyota segja að næsta kynslóð Toyota Prius muni ekki bara kosta minna, heldur muni hann verða léttari og eyða minna, en alls ekki á kostnað búnaðar eða rýmis. Eyðslan á að minnka um 10% og þyngdarpunktur bílsins á að lækka talsvert. Næsta kynslóð Prius kemur væntanlega um vorið árið 2015 ef Toyota heldur sig við fyrri líftíma hverrar kynslóðar, sem hefur verið 6 ár. Rafhlöður bílsins verða minni og léttari, þökk sé annarri efnisnotkun og þau verður hægt að hlaða á minni tíma en í núverandi Prius. Hægt verður að hlaða bílinn þráðlaust og því engin þörf á kapli sem stinga þarf í samband. Toyota er einnig að vinna að þróun vetnisbíla sem kynntir verða á bílasýningunni í Tokyo í nóvember.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent