Næsti Prius mun kosta minna Finnur Thorlacius skrifar 30. ágúst 2013 10:15 Toyota Prius Forsvarsmenn Toyota segja að næsta kynslóð Toyota Prius muni ekki bara kosta minna, heldur muni hann verða léttari og eyða minna, en alls ekki á kostnað búnaðar eða rýmis. Eyðslan á að minnka um 10% og þyngdarpunktur bílsins á að lækka talsvert. Næsta kynslóð Prius kemur væntanlega um vorið árið 2015 ef Toyota heldur sig við fyrri líftíma hverrar kynslóðar, sem hefur verið 6 ár. Rafhlöður bílsins verða minni og léttari, þökk sé annarri efnisnotkun og þau verður hægt að hlaða á minni tíma en í núverandi Prius. Hægt verður að hlaða bílinn þráðlaust og því engin þörf á kapli sem stinga þarf í samband. Toyota er einnig að vinna að þróun vetnisbíla sem kynntir verða á bílasýningunni í Tokyo í nóvember. Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent
Forsvarsmenn Toyota segja að næsta kynslóð Toyota Prius muni ekki bara kosta minna, heldur muni hann verða léttari og eyða minna, en alls ekki á kostnað búnaðar eða rýmis. Eyðslan á að minnka um 10% og þyngdarpunktur bílsins á að lækka talsvert. Næsta kynslóð Prius kemur væntanlega um vorið árið 2015 ef Toyota heldur sig við fyrri líftíma hverrar kynslóðar, sem hefur verið 6 ár. Rafhlöður bílsins verða minni og léttari, þökk sé annarri efnisnotkun og þau verður hægt að hlaða á minni tíma en í núverandi Prius. Hægt verður að hlaða bílinn þráðlaust og því engin þörf á kapli sem stinga þarf í samband. Toyota er einnig að vinna að þróun vetnisbíla sem kynntir verða á bílasýningunni í Tokyo í nóvember.
Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent