Benz hyggur á stórsókn í Kína Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2013 08:45 Frá sýningarsal Mercedes Benz í Kína Mercedes Benz ætlar sér stóra hluti á stærsta bílamarkaði heims í Kína og ætlar ekki að eftirláta öðrum lúxusmerkjum um hituna þar. Í sóknarplani Benz, sem ber nafnið „2020 Initiative“, felst að þar ætlar fyrirtækið að selja 300.000 bíla á ári strax árið 2015. Miklir fjármunir hafa verið settir í þetta verkefni og ætlar Benz að eyða 320 milljörðum króna til verksins. Einir 20 nýir eða endurnýjaðir bílar verðar kynntir á næstu tveimur árum í Kína. Ef að þessar áætlanir Benz standast verður Kína stærsti markaður fyrirtækisins og slær með því við sölu á heimamarkaðnum í Þýskalandi sem og í Bandaríkjunum. Mercedes Benz mun kynna nýlega uppfærðan E-Class bíl sinn fyrir Kínverjum í þessari viku og í kjölfarið fylgja S-Class og GLA-Class. Mercedes Benz hefur ekki náð miklum árangri á Kínamarkaði til þessa og verið slegið rækilega við af BMW og Audi. Í fyrra nam söluaukning Benz aðeins 4 prósentum í Kína, en söluaukningin hjá Audi var 32% og BMW 41%. Heildarsala Benz þá var 206.150 bílar. Benz ætlar að framleiða 70% þeirra bíla sem þeir munu selja í Kína þarlendis og með því spara mjög í flutningskostnaði og fyrir vikið geta boðið bíla sína á lægra verði. Benz fullyrðir að gæði þeirra bíla verði fyllilega sambærileg við gæði bíla þeirra sem smíðaðir verða í Þýskalandi. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent
Mercedes Benz ætlar sér stóra hluti á stærsta bílamarkaði heims í Kína og ætlar ekki að eftirláta öðrum lúxusmerkjum um hituna þar. Í sóknarplani Benz, sem ber nafnið „2020 Initiative“, felst að þar ætlar fyrirtækið að selja 300.000 bíla á ári strax árið 2015. Miklir fjármunir hafa verið settir í þetta verkefni og ætlar Benz að eyða 320 milljörðum króna til verksins. Einir 20 nýir eða endurnýjaðir bílar verðar kynntir á næstu tveimur árum í Kína. Ef að þessar áætlanir Benz standast verður Kína stærsti markaður fyrirtækisins og slær með því við sölu á heimamarkaðnum í Þýskalandi sem og í Bandaríkjunum. Mercedes Benz mun kynna nýlega uppfærðan E-Class bíl sinn fyrir Kínverjum í þessari viku og í kjölfarið fylgja S-Class og GLA-Class. Mercedes Benz hefur ekki náð miklum árangri á Kínamarkaði til þessa og verið slegið rækilega við af BMW og Audi. Í fyrra nam söluaukning Benz aðeins 4 prósentum í Kína, en söluaukningin hjá Audi var 32% og BMW 41%. Heildarsala Benz þá var 206.150 bílar. Benz ætlar að framleiða 70% þeirra bíla sem þeir munu selja í Kína þarlendis og með því spara mjög í flutningskostnaði og fyrir vikið geta boðið bíla sína á lægra verði. Benz fullyrðir að gæði þeirra bíla verði fyllilega sambærileg við gæði bíla þeirra sem smíðaðir verða í Þýskalandi.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent