Toyota GT-86 gegn McLaren 12C Finnur Thorlacius skrifar 28. ágúst 2013 11:50 Það ætti að liggja ljóst fyrir að einn dýrasti og öflugasti sportbíll sem kaupa má, McLaren MP4 12C, fari létt með Toyota GT-86 á braut. McLaren 12C er 616 hestafla ofurkerra sem kostar eins og dágott einbýlishús. Sá Toyota GT-86 sem etur kappi við hann í þessu myndbandi er reyndar breyttur af Fensport og er með 335 hestöfl í farteskinu, í stað hefðbundinna 200 hestafla. Þarna munar næstum helmingi í afli á bílunum tveimur. Þrátt fyrir það má McLaren bíllinn hafa sig allan við að halda í Toyota bílinn sem er afar viljugur við að fara á hlið í hverri beygju. McLaren bíllinn er greinilega sneggri á beinum pörtum akstursbrautarinnar en Toyota GT-86 bíllinn vinnur það upp í beygjunum. Sjá má bílana tvo kljást í meðfylgjandi myndskeiði. Venjulegur GT-86 bíll kostar 25.000 dollara í Bandaríkjunum og ef 12.000 dollara breyting Fensport er bætt við sést að fyrir 37.000 dollara er hægt að keppa við 239.000 dollara bíl á jafnréttisgrundvelli. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent
Það ætti að liggja ljóst fyrir að einn dýrasti og öflugasti sportbíll sem kaupa má, McLaren MP4 12C, fari létt með Toyota GT-86 á braut. McLaren 12C er 616 hestafla ofurkerra sem kostar eins og dágott einbýlishús. Sá Toyota GT-86 sem etur kappi við hann í þessu myndbandi er reyndar breyttur af Fensport og er með 335 hestöfl í farteskinu, í stað hefðbundinna 200 hestafla. Þarna munar næstum helmingi í afli á bílunum tveimur. Þrátt fyrir það má McLaren bíllinn hafa sig allan við að halda í Toyota bílinn sem er afar viljugur við að fara á hlið í hverri beygju. McLaren bíllinn er greinilega sneggri á beinum pörtum akstursbrautarinnar en Toyota GT-86 bíllinn vinnur það upp í beygjunum. Sjá má bílana tvo kljást í meðfylgjandi myndskeiði. Venjulegur GT-86 bíll kostar 25.000 dollara í Bandaríkjunum og ef 12.000 dollara breyting Fensport er bætt við sést að fyrir 37.000 dollara er hægt að keppa við 239.000 dollara bíl á jafnréttisgrundvelli.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent