105 ára og ekur daglega Finnur Thorlacius skrifar 28. ágúst 2013 10:15 Glaðbeitt sú 105 ára og til í næsta ökutúr Þeir gerast vart eldri ökumennirnir en hún Edythe Kirchmaier sem býr á Kaliforníu. Hún er orðin 105 ára en ekur samt bíl sínum á hverjum degi við störf sín við mannúðarmál. Edythe hefur ekið bíl í 86 ár og lærði á Ford Model T á sínum tíma. Það eru ekki margir núlifandi sem ekið hafa Ford Model T og hvað þá lært á slíkum bíl. Edythe átti gamlan bíl af árgerð 1997 og hann var farinn að bila mikið. Einhver góðhjartaður sem þekkti til starfa gömlu konunnar ákvað hinsvegar fyrir stuttu að gefa henni glænýjan Honda Civic bíl sem hún nú ekur um allar koppagrundir á hverjum degi í sólinni í Kaliforníu. Með því vildi hinn sami tryggja að hún ynni áfram sín góðu störf, en hann vildi ómögulega að nafns síns yrði getið. Edythe fór nýlega í gegnum endurnýjun á ökuprófi sínu og stóðst allar kröfur sem gerðar eru. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent
Þeir gerast vart eldri ökumennirnir en hún Edythe Kirchmaier sem býr á Kaliforníu. Hún er orðin 105 ára en ekur samt bíl sínum á hverjum degi við störf sín við mannúðarmál. Edythe hefur ekið bíl í 86 ár og lærði á Ford Model T á sínum tíma. Það eru ekki margir núlifandi sem ekið hafa Ford Model T og hvað þá lært á slíkum bíl. Edythe átti gamlan bíl af árgerð 1997 og hann var farinn að bila mikið. Einhver góðhjartaður sem þekkti til starfa gömlu konunnar ákvað hinsvegar fyrir stuttu að gefa henni glænýjan Honda Civic bíl sem hún nú ekur um allar koppagrundir á hverjum degi í sólinni í Kaliforníu. Með því vildi hinn sami tryggja að hún ynni áfram sín góðu störf, en hann vildi ómögulega að nafns síns yrði getið. Edythe fór nýlega í gegnum endurnýjun á ökuprófi sínu og stóðst allar kröfur sem gerðar eru.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent