Stálu 4,5 tonnum af smápeningum úr stöðumælum Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2013 14:45 Annar þjófurinn staðinn að verki með fullan poka af smápeningum Á tíu árum tókst tveimur starfsmönnum við stöðumælaviðgerðir í bandarísku borginni Buffalo í New York fylki að stela andvirði 200.000 dollara í 25 senta smápeningum. Það þýðir að þeir þurftu að komast yfir 800.000 smápeninga úr stöðumælunum sem vega alls 4,54 tonn. Andvirðið nemur um 24 milljónum króna. Þjófarnir stálu peningunum einungis úr eldri gerð stöðumæla en annað starfsfólk bílastæðasjóðsins þar í borg hafði tekið eftir að tekjur af nýrri gerðum mælanna voru umtalsvert meiri en þeirra eldri. Varð það til þess að rannsókn var hafin á misræminu sem leiddi til þess að þjófarnir voru gómaðir glóðvolgir. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent
Á tíu árum tókst tveimur starfsmönnum við stöðumælaviðgerðir í bandarísku borginni Buffalo í New York fylki að stela andvirði 200.000 dollara í 25 senta smápeningum. Það þýðir að þeir þurftu að komast yfir 800.000 smápeninga úr stöðumælunum sem vega alls 4,54 tonn. Andvirðið nemur um 24 milljónum króna. Þjófarnir stálu peningunum einungis úr eldri gerð stöðumæla en annað starfsfólk bílastæðasjóðsins þar í borg hafði tekið eftir að tekjur af nýrri gerðum mælanna voru umtalsvert meiri en þeirra eldri. Varð það til þess að rannsókn var hafin á misræminu sem leiddi til þess að þjófarnir voru gómaðir glóðvolgir.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent