Yfirvofandi verkföll hjá Hyundai og Kia Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2013 14:30 Nýjasta kynslóð Hyundai Santa Fe S-kóresku bílaframleiðendurnir Hyundai og Kia urðu fyrir þónokkurm skakkaföllum á síðasta ári af völdum verkfalla starfsfólks í verksmiðjum þeirra. Nú stefnir í annað slíkt ástand og það líklega strax í þessum mánuði. Boðað hefur verið til verkfalls bæði hjá Hyundai og Kia þann 20. ágúst og hefur meirihluti starfsfólks greitt atkvæði með boðun þess. Það er svo sem ekki eins og Hyundai sé óvant verkföllum starfsmanna sinna, en af síðustu 26 ára starfsemi þess hefur verið boðað til verkfall á 22 þeirra. Starfsfólk í verksmiðjum Hyundai fara fram á 14.000 króna launahækkun á mánuði og krefjast þess einnig að 30% af hagnaði fyrirtækisins verði skipt á milli starfsfólksins. Viðræður um launa- og bónusmálin hjá Hyundai hófust í maí og hjá Kia í júlí, en greinilega ekki með betri árangri en þetta. Í fyrra varð Hyundai af framleiðslu 82.000 bíla vegna verkfalla starfsfólks og tapaði miklum fjármunum á því. Ef öll verkföll starfsfólks í bílaverksmiðjum Hyundai sl. 26 ár eru lögð saman hefur Hyundai orðið af framleiðslu einnar milljón bíla. Ofan á þessi vandræði hefur gjaldmiðill S-Kóreu styrkst um 26% miðað við japanska yenið og því hefur samkeppnishæfni Hyundai- og Kia bíla á erlendum mörkuðum versnað gagnvart japönskum framleiðendum sem því nemur. Sala Hyundai bíla féll um 4% í Evrópu á fyrsta árshelmingi þessa árs, en sala Kia bíla jókst um 1%. Er það góður árangur á markaði sem glímir við minnkandi sölu. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent
S-kóresku bílaframleiðendurnir Hyundai og Kia urðu fyrir þónokkurm skakkaföllum á síðasta ári af völdum verkfalla starfsfólks í verksmiðjum þeirra. Nú stefnir í annað slíkt ástand og það líklega strax í þessum mánuði. Boðað hefur verið til verkfalls bæði hjá Hyundai og Kia þann 20. ágúst og hefur meirihluti starfsfólks greitt atkvæði með boðun þess. Það er svo sem ekki eins og Hyundai sé óvant verkföllum starfsmanna sinna, en af síðustu 26 ára starfsemi þess hefur verið boðað til verkfall á 22 þeirra. Starfsfólk í verksmiðjum Hyundai fara fram á 14.000 króna launahækkun á mánuði og krefjast þess einnig að 30% af hagnaði fyrirtækisins verði skipt á milli starfsfólksins. Viðræður um launa- og bónusmálin hjá Hyundai hófust í maí og hjá Kia í júlí, en greinilega ekki með betri árangri en þetta. Í fyrra varð Hyundai af framleiðslu 82.000 bíla vegna verkfalla starfsfólks og tapaði miklum fjármunum á því. Ef öll verkföll starfsfólks í bílaverksmiðjum Hyundai sl. 26 ár eru lögð saman hefur Hyundai orðið af framleiðslu einnar milljón bíla. Ofan á þessi vandræði hefur gjaldmiðill S-Kóreu styrkst um 26% miðað við japanska yenið og því hefur samkeppnishæfni Hyundai- og Kia bíla á erlendum mörkuðum versnað gagnvart japönskum framleiðendum sem því nemur. Sala Hyundai bíla féll um 4% í Evrópu á fyrsta árshelmingi þessa árs, en sala Kia bíla jókst um 1%. Er það góður árangur á markaði sem glímir við minnkandi sölu.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent