Innlent

Selja beint úr skottinu á Hamraborgarhátíðinni

Valur Grettisson skrifar
Það var töluvert betra veður á Hamraborgarhátíðinni síðasta sumar.
Það var töluvert betra veður á Hamraborgarhátíðinni síðasta sumar. Mynd/Hermann H. Hermannsson
Hamraborgarhátíðin verður haldin í Kópavogi í dag. Hamraborginni verður lokað fyrir bílaumferð og henni breytt í göngugötu um stund. Bæjarbúar munu meðal annars selja og kaupa gamalt dót beint úr skottinu á bílunum. 

Ýmsar uppákomar verða á svæðinu í tilefni dagsins. Meðal annars ætlar Sirkús Íslands að mæta og íþróttafélagið Glóð verður með pönnukökubaksturskeppni. Björn Thoroddsen tónlistarmaður leikur djass fyrir gesti.

Svo segir í tilkynningu að Stefán Karl Stefánsson, leikari og formaður Regnbogabarna, verður með sölubás og hefur fengið staðfestingu frá formanni bæjarráðs, Rannveigu Ásgeirsdóttur, um að hann þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því að fá reikning frá Kópavogi líkt og gerðist er hann var með sölubás í Reykjavík á Hinsegin dögum. Reykjavíkurborg hefur rukkað hann um hundrað þúsund krónur fyrir það.

Hamraborgarhátíðin hefst klukkan ellefu og stendur yfir til klukkan fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×