Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 13:26 Miklar skemmdir urðu á húsum, vegum og öðrum innviðum í Grindavík. Vísir/Arnar Í dag er ár liðið frá því að stór kvikugangur myndaðist undir Grindavík og bærinn var rýmdur. Hamfarirnar eru einar þær mestu í sögunni að sögn bæjarstjóra sem kveðst bjartsýnn á framtíð bæjarins þrátt fyrir að jarðhræringum sé ekki lokið. Forseti Íslands mun sækja samverustund í Grindavíkurkirkju í kvöld. Það var á þessum degi fyrir ári síðan sem gríðarmiklir jarðskjálftar riðu yfir Grindavík þegar stór kvikugangur rmyndaðist undir bænum og bærin var rýmdur. Dagurinn er Fannari Jónassyni bæjarstjóra afar minnisstæður. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Arnar „Ég man eftir gríðarlegum jarðskjálftum sem riðu yfir bæinn þann 10. nóvember, það höfðu verið miklir skjálftar dagana og vikurnar á undan en það keyrði alveg um þverbak þennan dag. Þetta bar upp á föstudag og varð til þess að bæjarbúar í stórum stíl, mikill meirihluti ákvað að yfirgefa bæinn sinn og vera burtu kannski um helgina,“ segir Fannar þegar hann rifjar upp daginn örlagaríka fyrir ári síðan. Komust ekki heim fyrir jól Bæjarbúar enduðu þó flestir á að þurfa að vera mun lengur að heiman en þeir töldu í fyrstu. Sjálfur var Fannar staddur í húsnæði björgunarsveitarinnar þar sem vettvangsstjórn var að störfum. „Það var auðvitað bara beint samband við almannavarnir og Veðurstofuna og vísindasamfélagið en menn vissu eiginlega ekki hvað var í gangi hreinlega. Þetta var öðruvísi heldur en við höfðum upplifað, skjálftarnir komu einhvern veginn upp undir fæturna á okkur og það var alveg stöðug skjálftavirkni og ekkert lát á þessu. Þannig að það var bara ný upplifun og höfðu Grindvíkingar þó þurft að upplifa ýmislegt misserin á undan.“ Síðastliðið ár hafi síðan þróast á veg sem enginn hafi átt von á. Alls hefur gosið sex sinnum í nágrenni Grindavíkur síðan. Atburðirnir í Grindavík voru rifjaðir upp í sérstökum annálsþætti fréttastofunnar um jarðhræringarnar á Reykjanesi. Síðan þá hafa verið nokkur eldgos. „Við vonuðumst til að komast heim helst um jólin í fyrra eða fljótlega eftir áramótin. En að við skulum hafa þurft að búa annars staðar, langflest okkar, og allt samfélagið tvístrað í fjöldamörgum sveitarfélögum um landið. Þetta er eiginlega bara ótrúlegt og verður ásamt með Vestmannaeyjagosinu talið með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland,“ segir Fannar. Þrátt fyrir að jarðhræringum sé ekki lokið er hann bjartsýnn um framtíð bæjarins og segir gleðilegt að búið sé að opna bæjarfélagið. „Það eru ekki lengur neinar takmarkanir á því að fólk geti komið hindrunarlaust í bæinn. Það er hins vegar landris ennþá yfirstandandi og gosin eru orðin sex og við búumst við því að það sjöunda geti jafnvel orðið í desember. En okkar heitasta ósk er sú að þessu fari að linna svo að við getum farið að byggja upp bæinn okkar að nýju með tilheyrandi fjölgun íbúa og starfsemi,“ segir Fannar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Það var á þessum degi fyrir ári síðan sem gríðarmiklir jarðskjálftar riðu yfir Grindavík þegar stór kvikugangur rmyndaðist undir bænum og bærin var rýmdur. Dagurinn er Fannari Jónassyni bæjarstjóra afar minnisstæður. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Arnar „Ég man eftir gríðarlegum jarðskjálftum sem riðu yfir bæinn þann 10. nóvember, það höfðu verið miklir skjálftar dagana og vikurnar á undan en það keyrði alveg um þverbak þennan dag. Þetta bar upp á föstudag og varð til þess að bæjarbúar í stórum stíl, mikill meirihluti ákvað að yfirgefa bæinn sinn og vera burtu kannski um helgina,“ segir Fannar þegar hann rifjar upp daginn örlagaríka fyrir ári síðan. Komust ekki heim fyrir jól Bæjarbúar enduðu þó flestir á að þurfa að vera mun lengur að heiman en þeir töldu í fyrstu. Sjálfur var Fannar staddur í húsnæði björgunarsveitarinnar þar sem vettvangsstjórn var að störfum. „Það var auðvitað bara beint samband við almannavarnir og Veðurstofuna og vísindasamfélagið en menn vissu eiginlega ekki hvað var í gangi hreinlega. Þetta var öðruvísi heldur en við höfðum upplifað, skjálftarnir komu einhvern veginn upp undir fæturna á okkur og það var alveg stöðug skjálftavirkni og ekkert lát á þessu. Þannig að það var bara ný upplifun og höfðu Grindvíkingar þó þurft að upplifa ýmislegt misserin á undan.“ Síðastliðið ár hafi síðan þróast á veg sem enginn hafi átt von á. Alls hefur gosið sex sinnum í nágrenni Grindavíkur síðan. Atburðirnir í Grindavík voru rifjaðir upp í sérstökum annálsþætti fréttastofunnar um jarðhræringarnar á Reykjanesi. Síðan þá hafa verið nokkur eldgos. „Við vonuðumst til að komast heim helst um jólin í fyrra eða fljótlega eftir áramótin. En að við skulum hafa þurft að búa annars staðar, langflest okkar, og allt samfélagið tvístrað í fjöldamörgum sveitarfélögum um landið. Þetta er eiginlega bara ótrúlegt og verður ásamt með Vestmannaeyjagosinu talið með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland,“ segir Fannar. Þrátt fyrir að jarðhræringum sé ekki lokið er hann bjartsýnn um framtíð bæjarins og segir gleðilegt að búið sé að opna bæjarfélagið. „Það eru ekki lengur neinar takmarkanir á því að fólk geti komið hindrunarlaust í bæinn. Það er hins vegar landris ennþá yfirstandandi og gosin eru orðin sex og við búumst við því að það sjöunda geti jafnvel orðið í desember. En okkar heitasta ósk er sú að þessu fari að linna svo að við getum farið að byggja upp bæinn okkar að nýju með tilheyrandi fjölgun íbúa og starfsemi,“ segir Fannar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira