Benz bíll Werner Gerlach sýndur í Öskju Finnur Thorlacius skrifar 30. ágúst 2013 17:03 Mercedes Benz bíll Werner Gerlach Sérstakur Mercedes-Benz klúbbur er starfræktur á Íslandi og fagnar hann 10 ára afmæli á árinu, nánar tiltekið nú um miðjan ágúst. Í tilefni afmælisins verður Mercedes-Benz klúbburinn með veglega sýningu í Öskju um helgina þar sem sýndir verða margir glæsilegir Mercedes-Benz bílar frá ýmsum tímabilum. Af mörgum perlum á sýningunni má nefna Mercedes-Benz 290B árgerð 1937 en þessi bíll var embættisbíll Werner Gerlach, ræðismanns Þýskalands á Íslandi og líklega einn sögufrægasti bíll Íslandssögunnar. Bíllinn er talinn hafa verið njósnabíll Þjóðverja hér á landi í síðari heimstyrjöldinni. Bíllinn er uppgerður og allur sem nýr og er í gráum litum þýska flughersins Luftwaffe. Ekki hafa fundist í honum nein framleiðslunúmer, en það staðfestir líklega að bíllinn hafi verið sérpantaður af njósnadeild þýska hersins. Í blæju hans fannst árið 1969 þéttriðið loftnet sem bendir eindregið til þess að bíllinn hafi verið notaður sem færanleg talstöð ætluð til samskipta við kafbátaflota Þjóðverja í Norður-Atlantshafi. ,,Það eru um 250 félagar í Mercedes-Benz klúbbnum. Þetta er að sjálfsögðu afskaplega góður og virðulegur félagsskapur. Félagsmenn hafa allir mikið dálæti á Mercedes-Benz bílum og mikill fjöldi eðalbíla frá ýmsum tímaskeiðum þýska lúxusbílaframleiðandans er í eigu félagsmanna,“ segir Garðar Lárusson, formaður Mercedes-Benz klúbbsins. Stórstjörnusýningin í Öskju verður opin á morgun laugardag kl. 10-16 og á sunnudag kl. 12-16. Þar verða einnig frumsýndir nýir Mercedes-Benz E-Class og CLA. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent
Sérstakur Mercedes-Benz klúbbur er starfræktur á Íslandi og fagnar hann 10 ára afmæli á árinu, nánar tiltekið nú um miðjan ágúst. Í tilefni afmælisins verður Mercedes-Benz klúbburinn með veglega sýningu í Öskju um helgina þar sem sýndir verða margir glæsilegir Mercedes-Benz bílar frá ýmsum tímabilum. Af mörgum perlum á sýningunni má nefna Mercedes-Benz 290B árgerð 1937 en þessi bíll var embættisbíll Werner Gerlach, ræðismanns Þýskalands á Íslandi og líklega einn sögufrægasti bíll Íslandssögunnar. Bíllinn er talinn hafa verið njósnabíll Þjóðverja hér á landi í síðari heimstyrjöldinni. Bíllinn er uppgerður og allur sem nýr og er í gráum litum þýska flughersins Luftwaffe. Ekki hafa fundist í honum nein framleiðslunúmer, en það staðfestir líklega að bíllinn hafi verið sérpantaður af njósnadeild þýska hersins. Í blæju hans fannst árið 1969 þéttriðið loftnet sem bendir eindregið til þess að bíllinn hafi verið notaður sem færanleg talstöð ætluð til samskipta við kafbátaflota Þjóðverja í Norður-Atlantshafi. ,,Það eru um 250 félagar í Mercedes-Benz klúbbnum. Þetta er að sjálfsögðu afskaplega góður og virðulegur félagsskapur. Félagsmenn hafa allir mikið dálæti á Mercedes-Benz bílum og mikill fjöldi eðalbíla frá ýmsum tímaskeiðum þýska lúxusbílaframleiðandans er í eigu félagsmanna,“ segir Garðar Lárusson, formaður Mercedes-Benz klúbbsins. Stórstjörnusýningin í Öskju verður opin á morgun laugardag kl. 10-16 og á sunnudag kl. 12-16. Þar verða einnig frumsýndir nýir Mercedes-Benz E-Class og CLA.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent