Segir fjármagnsöflin stjórna landinu Frosti Logason skrifar 30. ágúst 2013 14:13 Svavar fór mikinn í Harmageddon í morgun. Svavar Gestsson segir fjármagnsöflin vera komin til valda á Íslandi. Samfélagið er að hans mati stútfullt af peningum og telur hann nauðsynlegt að þeir fjármunir verðir nýttir fyrir fólkið í landinu. Hann kallar eftir félagshyggjuöflum á Íslandi til þess að sameina aftur krafta sína, komast til valda, og virkja þetta fjármagn fyrir almenning. ,,Samkvæmt nýjustu fregnum voru bankarnir að skila bara á hálfu ári 40 milljarða hagnaði. Það er fínt að vera með góða banka og reka þá vel en það þarf að hugsa um það hvernig þessir fjármunir eru best notaðir fyrir samfélagið,“ segir Svavar og bendir á að lífeyrissjóðirnir séu einnig stútfullir af peningum sem þeir koma ekki út meðal annars vegna gjaldeyrishafta.Um morgunblaðið segir Svavar: „Aðal gallinn við ástandið núna er ekki Morgunblaðið heldur það að það skuli ekki vera til Þjóðvilji. Það er ekki til neinn í raun og veru til þess að svara uppi Morgunblaðinu, þessu mikla valdi sem í því er fólgið.“Svavar talar einnig um mikilvægi þess að fjölmiðlun á Íslandi verði færð til meira lýðræðis:„Það eru fjármagnsöflin sem eiga fjölmiðlana og auðvitað beita þau valdi sínu. Það er bara barnaskapur að halda öðru fram.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Vodafone ráðleggur viðskiptavinum sínum að skipta yfir í Nova Harmageddon Sannleikurinn: Ómar Ragnarsson handsamaður Harmageddon Var Jesú Kristur fyrsti talsmaður skrattans? Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Vildu fá að ritskoða spurningar Harmageddon Refsistefna í fíkniefnamálum endurskoðuð Harmageddon Þegar Loftur spjallaði við Harmageddon Harmageddon Hvaða samfélagsmiðlaplága kemur næst? Harmageddon Óupplýstum æsifréttamanni pakkað saman af pollrólegum dýrafræðingi Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Maus Harmageddon
Svavar Gestsson segir fjármagnsöflin vera komin til valda á Íslandi. Samfélagið er að hans mati stútfullt af peningum og telur hann nauðsynlegt að þeir fjármunir verðir nýttir fyrir fólkið í landinu. Hann kallar eftir félagshyggjuöflum á Íslandi til þess að sameina aftur krafta sína, komast til valda, og virkja þetta fjármagn fyrir almenning. ,,Samkvæmt nýjustu fregnum voru bankarnir að skila bara á hálfu ári 40 milljarða hagnaði. Það er fínt að vera með góða banka og reka þá vel en það þarf að hugsa um það hvernig þessir fjármunir eru best notaðir fyrir samfélagið,“ segir Svavar og bendir á að lífeyrissjóðirnir séu einnig stútfullir af peningum sem þeir koma ekki út meðal annars vegna gjaldeyrishafta.Um morgunblaðið segir Svavar: „Aðal gallinn við ástandið núna er ekki Morgunblaðið heldur það að það skuli ekki vera til Þjóðvilji. Það er ekki til neinn í raun og veru til þess að svara uppi Morgunblaðinu, þessu mikla valdi sem í því er fólgið.“Svavar talar einnig um mikilvægi þess að fjölmiðlun á Íslandi verði færð til meira lýðræðis:„Það eru fjármagnsöflin sem eiga fjölmiðlana og auðvitað beita þau valdi sínu. Það er bara barnaskapur að halda öðru fram.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Vodafone ráðleggur viðskiptavinum sínum að skipta yfir í Nova Harmageddon Sannleikurinn: Ómar Ragnarsson handsamaður Harmageddon Var Jesú Kristur fyrsti talsmaður skrattans? Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Vildu fá að ritskoða spurningar Harmageddon Refsistefna í fíkniefnamálum endurskoðuð Harmageddon Þegar Loftur spjallaði við Harmageddon Harmageddon Hvaða samfélagsmiðlaplága kemur næst? Harmageddon Óupplýstum æsifréttamanni pakkað saman af pollrólegum dýrafræðingi Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Maus Harmageddon