Bílgreinasambandið skorar á stjórnvöld að styðja við rafbílavæðingu Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2013 11:45 Nissan Leaf rafmagnsbíllinn Bílgreinasambandið skorar á stjórnvöld að styðja við rafbílavæðingu á Íslandi og telur mikilvægt að framlengja ákvæði um niðurfellingu á virðisaukaskatti af rafbílum um næstu áramót svo halda megi áfram á þeirri braut að gera rafbíla að raunhæfum valkosti fyrir almenning og fyrirtæki. ,,Mikil vinna hefur verið unnin á síðustu misserum af fjölmörgum aðilum og samtökum í þá veru að gera bíla knúna áfram af rafmagni að kost fyrir almenning þegar kemur að bílakaupum. Bílainnflytjendur hafa lagt mikinn þrýsting á framleiðendur að flýta kynningum á rafbílum hérlendis og er sú vinna að skila sér nú á síðustu mánuðum.Langt í land Þó svo nokkrar gerðir rafbíla standi fólki til boða í dag er langt í land með að Íslendingar nái þeim árangri sem lagt var upp með og nágrannalönd okkar hafa náð,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.,Verðið á rafbílum er hlutfallslega hátt miðað við aðra kosti og er fullvíst að það hefur úrslitaáhrif á endanlegt val fólks við bílakaup þegar allir kostir eru metnir. Niðurfelling á virðisaukaskatts á rafbíla þetta árið hefur gert það að verkum að í lok árs má reikna með að um 50 rafbílar verði nýskráðir hér á landi sem er stórt skref uppá við, en er þó lítið hlutfall seldra bíla,“ segir Özur.Leiðrétta misræmi Bílgreinasambandið óskar einnig eftir samvinnu við stjórnvöld við útfærslu breytingaá vörugjöldum sem snúa að atvinnubílum, en misræmi er í vörugjöldum á pallbílum annarsvegar og sendibílum hinsvegar sem eru undir 5 tonnum að þyngd.,,Sem dæmi um misræmið þá er hægt að taka tvo bíla sömu gerðar og eins búna að öllu leyti nema annar þeirra er með heilu húsi yfir grind og kallast sendiferðabifreið. Hinn er með opnum palli fyrir aftan bílstjórahús. Á pallbílinn leggjast sömu vörugjöld eins og á venjulegan fólksbíl og í flestum tilfellum 65% vörugjald. Á sendibílinn hins vegar leggst aðeins 13% vörugjald.Pallbílar ekki kostur Þetta er mikið misræmi og gerir það að verkum að pallbílar eru ekki kostur sem vinnubíll þó svo hann henti í mörgum tilfellum betur til slíkra notkunar en hefðbundinn yfirbyggður sendibíll,“ segir Özur. Hann segir það von Bílgreinasambandsins að stjórnvöld verði tímalega tilbúin með útfærslu á öllum þeim breytingum er kunna að verða og að allar breytingar vörugjalda bifreiða séu útfærðar í samvinnu við bílgreinina. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent
Bílgreinasambandið skorar á stjórnvöld að styðja við rafbílavæðingu á Íslandi og telur mikilvægt að framlengja ákvæði um niðurfellingu á virðisaukaskatti af rafbílum um næstu áramót svo halda megi áfram á þeirri braut að gera rafbíla að raunhæfum valkosti fyrir almenning og fyrirtæki. ,,Mikil vinna hefur verið unnin á síðustu misserum af fjölmörgum aðilum og samtökum í þá veru að gera bíla knúna áfram af rafmagni að kost fyrir almenning þegar kemur að bílakaupum. Bílainnflytjendur hafa lagt mikinn þrýsting á framleiðendur að flýta kynningum á rafbílum hérlendis og er sú vinna að skila sér nú á síðustu mánuðum.Langt í land Þó svo nokkrar gerðir rafbíla standi fólki til boða í dag er langt í land með að Íslendingar nái þeim árangri sem lagt var upp með og nágrannalönd okkar hafa náð,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.,Verðið á rafbílum er hlutfallslega hátt miðað við aðra kosti og er fullvíst að það hefur úrslitaáhrif á endanlegt val fólks við bílakaup þegar allir kostir eru metnir. Niðurfelling á virðisaukaskatts á rafbíla þetta árið hefur gert það að verkum að í lok árs má reikna með að um 50 rafbílar verði nýskráðir hér á landi sem er stórt skref uppá við, en er þó lítið hlutfall seldra bíla,“ segir Özur.Leiðrétta misræmi Bílgreinasambandið óskar einnig eftir samvinnu við stjórnvöld við útfærslu breytingaá vörugjöldum sem snúa að atvinnubílum, en misræmi er í vörugjöldum á pallbílum annarsvegar og sendibílum hinsvegar sem eru undir 5 tonnum að þyngd.,,Sem dæmi um misræmið þá er hægt að taka tvo bíla sömu gerðar og eins búna að öllu leyti nema annar þeirra er með heilu húsi yfir grind og kallast sendiferðabifreið. Hinn er með opnum palli fyrir aftan bílstjórahús. Á pallbílinn leggjast sömu vörugjöld eins og á venjulegan fólksbíl og í flestum tilfellum 65% vörugjald. Á sendibílinn hins vegar leggst aðeins 13% vörugjald.Pallbílar ekki kostur Þetta er mikið misræmi og gerir það að verkum að pallbílar eru ekki kostur sem vinnubíll þó svo hann henti í mörgum tilfellum betur til slíkra notkunar en hefðbundinn yfirbyggður sendibíll,“ segir Özur. Hann segir það von Bílgreinasambandsins að stjórnvöld verði tímalega tilbúin með útfærslu á öllum þeim breytingum er kunna að verða og að allar breytingar vörugjalda bifreiða séu útfærðar í samvinnu við bílgreinina.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent