Birgir Leifur í toppbaráttunni í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2013 11:23 Birgir Leifur Hafþórsson og Stefán Hilmarsson. Mynd/Daníel Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG og Íslandsmeistari í höggleik í ár, byrjaði vel á Open Blue Green Côtes d'Armor Bretagne golfmótinu í Frakklandi sem stendur hún yfir en hann var annar eftir fyrsta hringinn. Birgir Leifur lék fyrstu 18 holurnar á 65 höggum eða á fimm höggum undir pari. Birgir Leifur var einu höggi á eftir Ítalanum Andrea Pavan sem lék fyrsta hringinn á 64 höggum en Norðmaðurinn Joakim Mikkelsen lék á 64 höggum eins og Birgir Leifur. Birgir Leifur lék tólf af átján holunum í gær en kláraði svo hringinn í morgun. Hann fékk tvo fugla á holunum sex í morgun en var með fjóra fugla og einn skolla á fyrstu tólf holunum. Sigurvegarinn á mótinu fær rétt um 4,5 milljónir kr. í sinn hlut en Brigir Leifur var fyrir mótið í 178. sæti á peningalista Áskorendamótaraðarinnar með 2496 evrur eða rétt rúmlega 400 þúsund íslenskar krónur. Þetta er fjórða mótið á Áskorendamótaröðinni hjá Birgi Leifi á þessu ári. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á einu móti en náði síðan 29. og 30. sæti á mótum á Spáni og í Tékklandi. Birgir Leifur fór strax inn á annan hringinn sem klárast seinna í dag. Birgir Leifur þarf að hækka sig um 128 sæti til þess að öðlast takmarkaðann keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta keppnistímabili en því ná fimmtíu efstu menn. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG og Íslandsmeistari í höggleik í ár, byrjaði vel á Open Blue Green Côtes d'Armor Bretagne golfmótinu í Frakklandi sem stendur hún yfir en hann var annar eftir fyrsta hringinn. Birgir Leifur lék fyrstu 18 holurnar á 65 höggum eða á fimm höggum undir pari. Birgir Leifur var einu höggi á eftir Ítalanum Andrea Pavan sem lék fyrsta hringinn á 64 höggum en Norðmaðurinn Joakim Mikkelsen lék á 64 höggum eins og Birgir Leifur. Birgir Leifur lék tólf af átján holunum í gær en kláraði svo hringinn í morgun. Hann fékk tvo fugla á holunum sex í morgun en var með fjóra fugla og einn skolla á fyrstu tólf holunum. Sigurvegarinn á mótinu fær rétt um 4,5 milljónir kr. í sinn hlut en Brigir Leifur var fyrir mótið í 178. sæti á peningalista Áskorendamótaraðarinnar með 2496 evrur eða rétt rúmlega 400 þúsund íslenskar krónur. Þetta er fjórða mótið á Áskorendamótaröðinni hjá Birgi Leifi á þessu ári. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á einu móti en náði síðan 29. og 30. sæti á mótum á Spáni og í Tékklandi. Birgir Leifur fór strax inn á annan hringinn sem klárast seinna í dag. Birgir Leifur þarf að hækka sig um 128 sæti til þess að öðlast takmarkaðann keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta keppnistímabili en því ná fimmtíu efstu menn.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira