Viðskipti erlent

Þriðja stærsta fyrirtækjasala sögunnar

Haraldur Guðmundsson skrifar
Hlutabréf Vodafone hækkuðu um 3,4% eftir að salan var staðfest.
Hlutabréf Vodafone hækkuðu um 3,4% eftir að salan var staðfest. MYND/AFP
Bandaríski fjarskiptarisinn Verizon Communications hefur keypt 45% hlut í Verizon Wireless af Vodafone. Söluandvirði hlutarins er 130 milljarðar dala.

Um er að ræða þriðju stærstu fyrirtækjasölu sögunnar en fyrirtækin tvö höfðu áður barist um yfirráð yfir Verizon Wireless.

Vittorio Colao, framkvæmdastjóri Vodafone, sagði í tilkynningu að breska fyrirtækið hefði fengið tilboð frá Verizon Communications sem hefði vakið áhuga hluthafa og á endanum hefði verið tekin ákvörðun um að selja hlutinn. Hlutabréf Vodafone hækkuðu um 3,4% eftir að salan var staðfest.

Stjórnendur Verizon Communications sögðu að þeir telji kaupin skynsamleg vegna vaxandi eftirspurnar Bandaríkjamanna eftir farsímum og háhraðanettengingu. Verizon Wireless er í dag með yfir 100 milljón viðskiptavini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×