Gísli Marteinn vill opin prófkjör Orri Freyr Rúnarsson skrifar 19. september 2013 15:28 Gísli Marteinn vill hafa opið prófkjör Gísli Marteinn Baldursson vill ekki fara þá leið sem Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, hefur lagt til um að halda leiðtogaprófkjör. Þetta kom fram í viðtali við Harmageddon í gærmorgun. Í kvöld fer fram fundur í Valhöll þar sem að fulltrúar munu kjósa um tillögu þess efnis að breyta út frá meginreglunni um prófkjör og hafa þess í stað svokallað leiðtogaprófkjör. Í stuttu máli snýst leiðtogaprófkjör um að halda prófkjör um efsta sæti listans og svo muni fulltrúaráð velja sætin þar á eftir. Þeirri leið er Gísli Marteinn ekki hrifinn af og segir að honum finnist þetta ekki vera Sjálfstæðisflokksleið, heldur sé sú leið opið prófkjör. „Ég segi það fyrir mig að ég er hrifnastur af venjulegum prófkjörum og ég myndi helst af öllu vilja að í Reykjavík myndi Sjálfstæðisflokkurinn og reyndar flestir flokkar hafa algjörlega opið prófkjör þar sem að hver sem er getur komið og valið á lista” Um hvort að opin prófkjör myndi henta honum sjálfum best sagðist hann ekki vera alveg viss, en það gæti þó vel verið. „Ég held að lang lýðræðislegasta leiðin sé að margir komi að valinu, frekar heldur en að fáir geri það” hélt Gísli Marteinn svo áfram og sagði það lang líklegustu leiðina til að vera með sigurstranglegan lista. Gísli Marteinn vildi svo hvorki neita né staðfesta hvort að hann myndi sækjast eftir oddvitasæti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar. „Það gæti vel verið, ég er ekki alveg viss samt, er ekki búinn að ákveða mig.“ Bestu úthverfi sem ég hef komið íBreiðholt er ekki svefnhverfiFRÉTTABLAÐIÐ / GVAHann vill ekki sjá Reykjavík breytast í bílaborg heldur vill hann sjá hana sem borg með mjög miklum lífsgæðum og mannlífi þar sem menn geta gengið og hjólað og krakkar geti gengið sjálf um í hverfinu sínu. Gísli Marteinn hefur oft verið gagnrýndur af íbúum úthverfa Reykjavíkur sem segja að hugmyndir hans henti eingöngu þeim sem búa í og við miðbæinn. Hann segir þó að þessi stefna henti úthverfum mjög vel enda séu úthverfi Reykjavíkur þau bestu sem hann hefur komið í og þar séu alls engin svefnhverfi á ferðinni, þ.e. hverfi sem tæmast algjörlega á daginn þegar að íbúar halda til vinnu eða skóla. „Það versta sem við gerum við úthverfin okkar er að halda áfram að byggja ný úthverfi fyrir utan þau, þá verða hverfi eins og Grafarvogur bara gegnumaksturshverfi“ Um þróun flokksins vill Gísli Marteinn sjá Sjálfstæðisflokkinn vera umburðarlyndan, hægri sinnaðan frjálslyndan flokk sem vill lága skatta en ekki taka þátt í mótmælum um byggingu mosku. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Harmageddon Mest lesið „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Sannleikurinn: Íslenskir læknar endast ekkert Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Sannleikurinn: Feitasti auminginn okkar byrjar um áramótin Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon Leoncie loksins komin heim Harmageddon Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon
Gísli Marteinn Baldursson vill ekki fara þá leið sem Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, hefur lagt til um að halda leiðtogaprófkjör. Þetta kom fram í viðtali við Harmageddon í gærmorgun. Í kvöld fer fram fundur í Valhöll þar sem að fulltrúar munu kjósa um tillögu þess efnis að breyta út frá meginreglunni um prófkjör og hafa þess í stað svokallað leiðtogaprófkjör. Í stuttu máli snýst leiðtogaprófkjör um að halda prófkjör um efsta sæti listans og svo muni fulltrúaráð velja sætin þar á eftir. Þeirri leið er Gísli Marteinn ekki hrifinn af og segir að honum finnist þetta ekki vera Sjálfstæðisflokksleið, heldur sé sú leið opið prófkjör. „Ég segi það fyrir mig að ég er hrifnastur af venjulegum prófkjörum og ég myndi helst af öllu vilja að í Reykjavík myndi Sjálfstæðisflokkurinn og reyndar flestir flokkar hafa algjörlega opið prófkjör þar sem að hver sem er getur komið og valið á lista” Um hvort að opin prófkjör myndi henta honum sjálfum best sagðist hann ekki vera alveg viss, en það gæti þó vel verið. „Ég held að lang lýðræðislegasta leiðin sé að margir komi að valinu, frekar heldur en að fáir geri það” hélt Gísli Marteinn svo áfram og sagði það lang líklegustu leiðina til að vera með sigurstranglegan lista. Gísli Marteinn vildi svo hvorki neita né staðfesta hvort að hann myndi sækjast eftir oddvitasæti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar. „Það gæti vel verið, ég er ekki alveg viss samt, er ekki búinn að ákveða mig.“ Bestu úthverfi sem ég hef komið íBreiðholt er ekki svefnhverfiFRÉTTABLAÐIÐ / GVAHann vill ekki sjá Reykjavík breytast í bílaborg heldur vill hann sjá hana sem borg með mjög miklum lífsgæðum og mannlífi þar sem menn geta gengið og hjólað og krakkar geti gengið sjálf um í hverfinu sínu. Gísli Marteinn hefur oft verið gagnrýndur af íbúum úthverfa Reykjavíkur sem segja að hugmyndir hans henti eingöngu þeim sem búa í og við miðbæinn. Hann segir þó að þessi stefna henti úthverfum mjög vel enda séu úthverfi Reykjavíkur þau bestu sem hann hefur komið í og þar séu alls engin svefnhverfi á ferðinni, þ.e. hverfi sem tæmast algjörlega á daginn þegar að íbúar halda til vinnu eða skóla. „Það versta sem við gerum við úthverfin okkar er að halda áfram að byggja ný úthverfi fyrir utan þau, þá verða hverfi eins og Grafarvogur bara gegnumaksturshverfi“ Um þróun flokksins vill Gísli Marteinn sjá Sjálfstæðisflokkinn vera umburðarlyndan, hægri sinnaðan frjálslyndan flokk sem vill lága skatta en ekki taka þátt í mótmælum um byggingu mosku. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Harmageddon Mest lesið „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Sannleikurinn: Íslenskir læknar endast ekkert Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Sannleikurinn: Feitasti auminginn okkar byrjar um áramótin Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon Leoncie loksins komin heim Harmageddon Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon