Porsche ætlar Macan stóra hluti í Kína Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2013 15:30 Porsche Macan Næsta afurð sportbílaframleiðandans Porsche, jepplingurinn Macan, sem kemur á markað á næsta ári á að rífa upp söluna á Porsche bílum á stærsta bílamarkaði heims, í Kína. Porsche bílar eru óhemju dýrir í Kína og kostar til dæmis Porsche Cayenne 18 milljónir króna þar. Ástæða þess er að hann er ekki framleiddur þarlendis, heldur í Þýskalandi, en gríðarháir tollar eru á innfluttum bílum í Kína. Porsche framleiðir reyndar alla sína bíla í Þýskalandi, öndvert við marga aðra lúxusbílaframleiðendur og gæti Porsche því örugglega selt fleiri bíla á fjarlægum mörkuðum ef verksmíðjur þeirra væru víðar. Mikil eftirspurn er enn eftir dýrum og flottum bílum í Kína og nýríkir íbúar landsins er langt frá því að vera saddir hvað varðar kaup á þeim. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent
Næsta afurð sportbílaframleiðandans Porsche, jepplingurinn Macan, sem kemur á markað á næsta ári á að rífa upp söluna á Porsche bílum á stærsta bílamarkaði heims, í Kína. Porsche bílar eru óhemju dýrir í Kína og kostar til dæmis Porsche Cayenne 18 milljónir króna þar. Ástæða þess er að hann er ekki framleiddur þarlendis, heldur í Þýskalandi, en gríðarháir tollar eru á innfluttum bílum í Kína. Porsche framleiðir reyndar alla sína bíla í Þýskalandi, öndvert við marga aðra lúxusbílaframleiðendur og gæti Porsche því örugglega selt fleiri bíla á fjarlægum mörkuðum ef verksmíðjur þeirra væru víðar. Mikil eftirspurn er enn eftir dýrum og flottum bílum í Kína og nýríkir íbúar landsins er langt frá því að vera saddir hvað varðar kaup á þeim.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent