Misdýrt að eiga bíla í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2013 12:15 Betra er að búa í Oregon en Georgíu er kemur að rekstri bíla. Bílalandið Bandaríkin er greinilega ekki eintóm hamingja fyrir bíleigendur. Það skiptir augljóslega talsverðu máli hvar þú býrð. Til að mynda er nær helmingi dýrara að eiga bíl í Georgíufylki en Oregon. Það kostar hvern bíleiganda í Georgíu nær helmingi meira að reka bíl sinn en þá sem aka um götur Oregon fylkis. Bíleigandi í Georgíu þarf að punga út að meðaltali 4.233 dollar á ári í kostnað við rekstur bíls síns og er þá átt við skatta, viðgerðir, tryggingar, bensín, vegtolla og önnur gjöld. Afskriftir af bílum er ekki meðtaldar. Sami kostnaður í Oregon er 2.204 dollarar. Næst dýrast er að eiga bíl í Kaliforníu (3.966 dollara), þriðja dýrast í Wyoming (3.938), fjórða dýrast í Rhode Island (3.913) og fimmta dýrast í Nevada (3.886). Næst ódýrast er að eiga bíl í Alaska (2.227), svo S-Dakota (2.343), Montana (2.660) og svo Indiana (2.698). Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent
Bílalandið Bandaríkin er greinilega ekki eintóm hamingja fyrir bíleigendur. Það skiptir augljóslega talsverðu máli hvar þú býrð. Til að mynda er nær helmingi dýrara að eiga bíl í Georgíufylki en Oregon. Það kostar hvern bíleiganda í Georgíu nær helmingi meira að reka bíl sinn en þá sem aka um götur Oregon fylkis. Bíleigandi í Georgíu þarf að punga út að meðaltali 4.233 dollar á ári í kostnað við rekstur bíls síns og er þá átt við skatta, viðgerðir, tryggingar, bensín, vegtolla og önnur gjöld. Afskriftir af bílum er ekki meðtaldar. Sami kostnaður í Oregon er 2.204 dollarar. Næst dýrast er að eiga bíl í Kaliforníu (3.966 dollara), þriðja dýrast í Wyoming (3.938), fjórða dýrast í Rhode Island (3.913) og fimmta dýrast í Nevada (3.886). Næst ódýrast er að eiga bíl í Alaska (2.227), svo S-Dakota (2.343), Montana (2.660) og svo Indiana (2.698).
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent