Audi undirbýr mikla framleiðsluaukningu Finnur Thorlacius skrifar 20. september 2013 08:45 Í Audi verksmiðju Audi ætlar að endurvekja framleiðslu bíla sinna í Brasilíu í því augnamiði að velta BMW úr sessi sem stærsti lúxusbílaframleiðandi heims og til að styrkja stöðu sína í S-Ameríku. Audi mun fjárfesta fyrir 27 milljarða króna í verksmiðjunni í Brasilíu, sem hefur framleiðslu á næsta ári. Audi ætlar að ná 30.000 bíla sölu eingöngu í Brasilíu árið 2018, einnig með innfluttum bílum. Audi telur að eftirspurnin eftir lúxusbílum muni vaxa þar um 170% á næstu 5 árum og að vöxturinn verði einnig mikill í Mexíkó. Ekki ætlar BMW þó að gefa neitt eftir í Brasilíu, en BMW hefur fjárfest fyrir hærri upphæð en Audi í nýrri samsetningarverksmiðju þar, alls fyrir 32 milljarða króna. Þar verða framleiddir 30.000 bílar á ári. Mercedes Benz er einnig að íhuga að reisa verksmiðju í Brasilíu í samkeppninni við Audi og BMW, sem ætlar að verða hörð á hinum vaxandi markaði í S-Ameríku. Mercedes Benz er í þriðja sæti hvað varðar fjölda seldra lúxusbíla, á eftir BMW og Audi, en ætlar að ná fyrsta sætinu aftur, sem það hafði lengi. Audi er greinileg á miklu flugi og undirbýr mikla framleiðsluaukningu með nýjum verksmiðjum í Kína og Mexíkó, sem og stækkun verksmiðju sinnar í Gyor í Ungverjalandi. Eftir stækkun hennar verður hægt að framleiða þar 125.000 bíla á ári. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent
Audi ætlar að endurvekja framleiðslu bíla sinna í Brasilíu í því augnamiði að velta BMW úr sessi sem stærsti lúxusbílaframleiðandi heims og til að styrkja stöðu sína í S-Ameríku. Audi mun fjárfesta fyrir 27 milljarða króna í verksmiðjunni í Brasilíu, sem hefur framleiðslu á næsta ári. Audi ætlar að ná 30.000 bíla sölu eingöngu í Brasilíu árið 2018, einnig með innfluttum bílum. Audi telur að eftirspurnin eftir lúxusbílum muni vaxa þar um 170% á næstu 5 árum og að vöxturinn verði einnig mikill í Mexíkó. Ekki ætlar BMW þó að gefa neitt eftir í Brasilíu, en BMW hefur fjárfest fyrir hærri upphæð en Audi í nýrri samsetningarverksmiðju þar, alls fyrir 32 milljarða króna. Þar verða framleiddir 30.000 bílar á ári. Mercedes Benz er einnig að íhuga að reisa verksmiðju í Brasilíu í samkeppninni við Audi og BMW, sem ætlar að verða hörð á hinum vaxandi markaði í S-Ameríku. Mercedes Benz er í þriðja sæti hvað varðar fjölda seldra lúxusbíla, á eftir BMW og Audi, en ætlar að ná fyrsta sætinu aftur, sem það hafði lengi. Audi er greinileg á miklu flugi og undirbýr mikla framleiðsluaukningu með nýjum verksmiðjum í Kína og Mexíkó, sem og stækkun verksmiðju sinnar í Gyor í Ungverjalandi. Eftir stækkun hennar verður hægt að framleiða þar 125.000 bíla á ári.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent