Seldist á 1.137 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 18. september 2013 11:30 Er hægt að tala um slæmt efnahagsástand þegar einhver opnar veskið uppá gátt og kaupir gamlan Alfa Romeo keppnisbíl á 1.137 milljónir króna? Enginn Alfa Romeo bíll hefur gengið kaupum og sölum og hærri verði en þessi bíll og var hann seldur á bílauppboði Goodwood Revival í Bretlandi. Flestir þeir bílar sem farið hafa á stjarnfræðilegar upphæðir hafa þó verið boðnir upp hjá Bonham uppboðshúsinu í Bretlandi. Met var reyndar slegið á þessu ári þar er bíll fór á 3,5 milljarða, en það var Mercedes Benz W196R sem ekið var af Juan Manuel Fangio. Bíllinn sem um ræðir nú er 1935 árgerð af Alfa Romeo Tipo C 8C-35 sem ekið var af Tazio Nuvolari. Hann er eini bíll sinnar tegundar, sem skýrir að einhverju leiti á hvaða verði hann fór. Á þessum bíl vann Nuvolari margar aksturskeppnirnar á árunum fyrir seinna stríð og atti þá mest kappi við silvurörvar Mercedes Benz og Audi. Bíllinn er með 8 strokka vél með kaflablásara. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent
Er hægt að tala um slæmt efnahagsástand þegar einhver opnar veskið uppá gátt og kaupir gamlan Alfa Romeo keppnisbíl á 1.137 milljónir króna? Enginn Alfa Romeo bíll hefur gengið kaupum og sölum og hærri verði en þessi bíll og var hann seldur á bílauppboði Goodwood Revival í Bretlandi. Flestir þeir bílar sem farið hafa á stjarnfræðilegar upphæðir hafa þó verið boðnir upp hjá Bonham uppboðshúsinu í Bretlandi. Met var reyndar slegið á þessu ári þar er bíll fór á 3,5 milljarða, en það var Mercedes Benz W196R sem ekið var af Juan Manuel Fangio. Bíllinn sem um ræðir nú er 1935 árgerð af Alfa Romeo Tipo C 8C-35 sem ekið var af Tazio Nuvolari. Hann er eini bíll sinnar tegundar, sem skýrir að einhverju leiti á hvaða verði hann fór. Á þessum bíl vann Nuvolari margar aksturskeppnirnar á árunum fyrir seinna stríð og atti þá mest kappi við silvurörvar Mercedes Benz og Audi. Bíllinn er með 8 strokka vél með kaflablásara.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent