Heimsmet – 72,4 metra stökk á bíl Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2013 10:30 „Ég ætla að halda áfram að stökkva á bílnum þangað til metið eða bíllinn brotnar“, sagði nýi heimsmethafinn í bílastökki, Joe Sylvester. Bíll hans flaug svo langt að það samsvarar megninu af lengd knattspyrnuvallar. Bíllinn hefur aflið til að ná dágóðri ferð fyrir stökkin, eða 1.400 hestöfl. Bíll hans er reyndar merkilega þungur, 4.535 kíló og er af Ram-gerð. Metstökkinu náði hann á Cornfield 500 bílahátíðinni, 72,42 metrum og hraði hans í stökkinu var 137 km/klst, sem er um það bil hámarkshraði þessa bíls. Í stökkinu eyðilagði hann framfjöðrun bílsins. Sylvester átti lengdarmetið árið 2010 uppá 63,39 metra, en missti það síðan og var því þess ákveðnari að ná því aftur. Sylvester segir að það sé ekki spurning um hæfileika að stökkva svona langt, heldur þor. Hann á ekki von á því að þurfa að bæta met sitt eða annarra í bráð. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent
„Ég ætla að halda áfram að stökkva á bílnum þangað til metið eða bíllinn brotnar“, sagði nýi heimsmethafinn í bílastökki, Joe Sylvester. Bíll hans flaug svo langt að það samsvarar megninu af lengd knattspyrnuvallar. Bíllinn hefur aflið til að ná dágóðri ferð fyrir stökkin, eða 1.400 hestöfl. Bíll hans er reyndar merkilega þungur, 4.535 kíló og er af Ram-gerð. Metstökkinu náði hann á Cornfield 500 bílahátíðinni, 72,42 metrum og hraði hans í stökkinu var 137 km/klst, sem er um það bil hámarkshraði þessa bíls. Í stökkinu eyðilagði hann framfjöðrun bílsins. Sylvester átti lengdarmetið árið 2010 uppá 63,39 metra, en missti það síðan og var því þess ákveðnari að ná því aftur. Sylvester segir að það sé ekki spurning um hæfileika að stökkva svona langt, heldur þor. Hann á ekki von á því að þurfa að bæta met sitt eða annarra í bráð.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent