Heimsmet – 72,4 metra stökk á bíl Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2013 10:30 „Ég ætla að halda áfram að stökkva á bílnum þangað til metið eða bíllinn brotnar“, sagði nýi heimsmethafinn í bílastökki, Joe Sylvester. Bíll hans flaug svo langt að það samsvarar megninu af lengd knattspyrnuvallar. Bíllinn hefur aflið til að ná dágóðri ferð fyrir stökkin, eða 1.400 hestöfl. Bíll hans er reyndar merkilega þungur, 4.535 kíló og er af Ram-gerð. Metstökkinu náði hann á Cornfield 500 bílahátíðinni, 72,42 metrum og hraði hans í stökkinu var 137 km/klst, sem er um það bil hámarkshraði þessa bíls. Í stökkinu eyðilagði hann framfjöðrun bílsins. Sylvester átti lengdarmetið árið 2010 uppá 63,39 metra, en missti það síðan og var því þess ákveðnari að ná því aftur. Sylvester segir að það sé ekki spurning um hæfileika að stökkva svona langt, heldur þor. Hann á ekki von á því að þurfa að bæta met sitt eða annarra í bráð. Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent
„Ég ætla að halda áfram að stökkva á bílnum þangað til metið eða bíllinn brotnar“, sagði nýi heimsmethafinn í bílastökki, Joe Sylvester. Bíll hans flaug svo langt að það samsvarar megninu af lengd knattspyrnuvallar. Bíllinn hefur aflið til að ná dágóðri ferð fyrir stökkin, eða 1.400 hestöfl. Bíll hans er reyndar merkilega þungur, 4.535 kíló og er af Ram-gerð. Metstökkinu náði hann á Cornfield 500 bílahátíðinni, 72,42 metrum og hraði hans í stökkinu var 137 km/klst, sem er um það bil hámarkshraði þessa bíls. Í stökkinu eyðilagði hann framfjöðrun bílsins. Sylvester átti lengdarmetið árið 2010 uppá 63,39 metra, en missti það síðan og var því þess ákveðnari að ná því aftur. Sylvester segir að það sé ekki spurning um hæfileika að stökkva svona langt, heldur þor. Hann á ekki von á því að þurfa að bæta met sitt eða annarra í bráð.
Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent