Tugþúsundir brúa í Bandaríkjunum að hruni komnar Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2013 09:28 Í bandaríska vegakerfinu eru skráðar 607.380 brýr og eru um 10% þeirra í svo slæmu ástandi að þær verða að teljast stórhættulegar. Um 20.000 af þeim eru í svo slæmu ástandi að talið er að ef aðeins einn hlutur í þeim gefur eftir muni þær hrynja. Helsta ástæða þessarar stöðu er sú staðreynd að þegar flestar þessara brúa voru smíðaðar voru þær gerðar fyrir mun léttari bíla en nú eru á götunum og auk þess mun minni umferð. Margar af þessum brúm eru í svo slæmu ástandi að sérfræðingar telja að það sé aðeins spurning um örfáa mánuði eða ár þar til þær hrynja. Verða þá margir vegfarendur í hættu. Svo slæmt er þetta ástand allt að skrifaðar hafa verið bækur um málið. Höfundur einnar þeirrar; Too Big to Fall: America's Failing Infrastructure and the Way Forward, segir að þarna sé á ferðinni tímasprengja sem tifar hraðar og hraðar. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent
Í bandaríska vegakerfinu eru skráðar 607.380 brýr og eru um 10% þeirra í svo slæmu ástandi að þær verða að teljast stórhættulegar. Um 20.000 af þeim eru í svo slæmu ástandi að talið er að ef aðeins einn hlutur í þeim gefur eftir muni þær hrynja. Helsta ástæða þessarar stöðu er sú staðreynd að þegar flestar þessara brúa voru smíðaðar voru þær gerðar fyrir mun léttari bíla en nú eru á götunum og auk þess mun minni umferð. Margar af þessum brúm eru í svo slæmu ástandi að sérfræðingar telja að það sé aðeins spurning um örfáa mánuði eða ár þar til þær hrynja. Verða þá margir vegfarendur í hættu. Svo slæmt er þetta ástand allt að skrifaðar hafa verið bækur um málið. Höfundur einnar þeirrar; Too Big to Fall: America's Failing Infrastructure and the Way Forward, segir að þarna sé á ferðinni tímasprengja sem tifar hraðar og hraðar.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent