Óvænt útspil Audi í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2013 10:45 Audi Nanuk Quattro er hæfættur og öflugur Það er enginn skortur á spennandi framboði nýrra og flottra bíla frá Audi um þessar mundir. Eitt óvæntasta útspil Audi hlýtur þó að teljast þessi bíll sem kynntur verður blaðamönnum og almenningi á bílasýningunni í Frankfurt sem var að opna. Bíllinn hefur fengið nafnið Audi Nanuk Quattro og er með 10 strokka dísilvél sem skilar þessum 1.900 kílóa bíl á 100 km hraða á 3,8 sekúndum. Ekki er hægt að verjast því að sjá Lamborghini svip á þessum bíl, en Lamborghini tilheyrir einmitt Volkswagen bílafjölskyldunni, rétt eins og Audi. Bíllinn sýnist á myndum ansi háfættur og ætti fyrir vikið að geta kljást við torfærari vegi, enda dekkin að auki risastór. Engum sögum fer um það hvort fjöldaframleiðsla muni hefjast á þessum bíl og er Audi vafalaust með þessu að fá í fyrstu viðbrögð við bílnum og tekur ákvarðanir eftir þau. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent
Það er enginn skortur á spennandi framboði nýrra og flottra bíla frá Audi um þessar mundir. Eitt óvæntasta útspil Audi hlýtur þó að teljast þessi bíll sem kynntur verður blaðamönnum og almenningi á bílasýningunni í Frankfurt sem var að opna. Bíllinn hefur fengið nafnið Audi Nanuk Quattro og er með 10 strokka dísilvél sem skilar þessum 1.900 kílóa bíl á 100 km hraða á 3,8 sekúndum. Ekki er hægt að verjast því að sjá Lamborghini svip á þessum bíl, en Lamborghini tilheyrir einmitt Volkswagen bílafjölskyldunni, rétt eins og Audi. Bíllinn sýnist á myndum ansi háfættur og ætti fyrir vikið að geta kljást við torfærari vegi, enda dekkin að auki risastór. Engum sögum fer um það hvort fjöldaframleiðsla muni hefjast á þessum bíl og er Audi vafalaust með þessu að fá í fyrstu viðbrögð við bílnum og tekur ákvarðanir eftir þau.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent