BL frumsýnir þrjá BMW sportara Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2013 15:38 Nýr BMW 428i Coupe xDrive, nýr BMW 525d xDrive og nýr BMW 320d xDrive Grand Turismo bílar verða frumsýndir á BMW sýningu í BL á morgun, laugardag. Stjarna sýningarinnar verður nýr og glæsilegur tveggja hurða BMW 428i Coupe. Nýi fjarkinn er að mestu smíðaður á álgrind eins og 3 línan en er bæði breiðari, lægri og lengri eins og gjarnt er um sportbíla. Með xDrive tölvuvæddu fjórhjóladrifi, 8 gíra sjálfskiptingu og vél sem er 245 hestöfl er hröðunin frá 0 í 100 km 5,8 sek. Nýi 428i Coupe bíllin verður sýndur í sérstakri sportútgáfu með ríkulegum búnaði. BMW 525d xDrive er endurbætt útgáfa af 5 línunni sem er næst stærsta útgáfan í fólksbílalínunni frá BMW. Nýr BMW 525d xDrive er eins og nafnið bendir til með fjórhjóladrifi og 218 hestafla dísilvél sem notar einungis 5 lítra af eldsneyti í langkeyrslu. BMW 320d xDrive Grand Turismo er ný útgáfa í 3 línunni með mikið rými fyrir farþega og farangur. Nýr Grand Turismo er með 2,0 lítra dísilvél, 184 hestöfl og eldsneytiseyðslu allt niður í 4,5 lítra á hundraði í langkeyrslu. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent
Nýr BMW 428i Coupe xDrive, nýr BMW 525d xDrive og nýr BMW 320d xDrive Grand Turismo bílar verða frumsýndir á BMW sýningu í BL á morgun, laugardag. Stjarna sýningarinnar verður nýr og glæsilegur tveggja hurða BMW 428i Coupe. Nýi fjarkinn er að mestu smíðaður á álgrind eins og 3 línan en er bæði breiðari, lægri og lengri eins og gjarnt er um sportbíla. Með xDrive tölvuvæddu fjórhjóladrifi, 8 gíra sjálfskiptingu og vél sem er 245 hestöfl er hröðunin frá 0 í 100 km 5,8 sek. Nýi 428i Coupe bíllin verður sýndur í sérstakri sportútgáfu með ríkulegum búnaði. BMW 525d xDrive er endurbætt útgáfa af 5 línunni sem er næst stærsta útgáfan í fólksbílalínunni frá BMW. Nýr BMW 525d xDrive er eins og nafnið bendir til með fjórhjóladrifi og 218 hestafla dísilvél sem notar einungis 5 lítra af eldsneyti í langkeyrslu. BMW 320d xDrive Grand Turismo er ný útgáfa í 3 línunni með mikið rými fyrir farþega og farangur. Nýr Grand Turismo er með 2,0 lítra dísilvél, 184 hestöfl og eldsneytiseyðslu allt niður í 4,5 lítra á hundraði í langkeyrslu.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent