Leikstjóri hommakláms sýnir á RIFF Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. september 2013 12:39 Myndin Gamlingjagirnd (Gerontophilia) verður sýnd á RIFF-kvikmyndahátíðinni í kvöld en hún er nýjasta mynd kanadíska leikstjórans Bruce LaBruce. LaBruce er umdeildur kvikmyndagerðarmaður, rithöfundur, leikstjóri, ljósmyndari og listamaður, starfandi í Toronto. LaBruce verður viðstaddur sýninguna og mun svara spurningum úr sal að henni lokinni. „Það er algjör tilviljun að Bruce sé staddur á landinu nú strax á eftir Hátíð vonar,“ segir í tilkynningu frá RIFF þar sem segir að myndir hans séu „hómóerótískar í meira lagi og blandaðar ofbeldi og afbrigðilegheitum“. LaBruce hefur haft þann háttinn á að gera tvær útgáfur af myndum sínum, eina listræna og aðra sem telst til hommakláms. Meðal fyrri mynda LaBruce eru Skin Flick og The Raspberry Reich, og eftir að sú síðarnefnda var frumsýnd á Sundance-hátíðinni og kvikmyndahátíðinni í Berlín var hún sýnd á yfir 150 hátíðum. Gamlingjagirnd verður sýnd í listrænni útgáfu á RIFF og fjallar hún um óvenjulega drenginn Lake. Hann er ungur maður með gamla sál og hrífst af gömlum mönnum. Hann sér fegurð í aldri þeirra og veltir því stundum fyrir sér hvort árátta hans fyrir gömlum mönnum sé ónáttúruleg eða óheilbrigð - eða jafnvel kynferðisleg. Stuttu eftir að hann tekur að sér stjórnunarstarf á elliheimili leggur hann í langferðalag með einum vistmanna. Myndin er sýnd klukkan 21:30 í Háskólabíói. Post by Lífið á Visir.is. Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Myndin Gamlingjagirnd (Gerontophilia) verður sýnd á RIFF-kvikmyndahátíðinni í kvöld en hún er nýjasta mynd kanadíska leikstjórans Bruce LaBruce. LaBruce er umdeildur kvikmyndagerðarmaður, rithöfundur, leikstjóri, ljósmyndari og listamaður, starfandi í Toronto. LaBruce verður viðstaddur sýninguna og mun svara spurningum úr sal að henni lokinni. „Það er algjör tilviljun að Bruce sé staddur á landinu nú strax á eftir Hátíð vonar,“ segir í tilkynningu frá RIFF þar sem segir að myndir hans séu „hómóerótískar í meira lagi og blandaðar ofbeldi og afbrigðilegheitum“. LaBruce hefur haft þann háttinn á að gera tvær útgáfur af myndum sínum, eina listræna og aðra sem telst til hommakláms. Meðal fyrri mynda LaBruce eru Skin Flick og The Raspberry Reich, og eftir að sú síðarnefnda var frumsýnd á Sundance-hátíðinni og kvikmyndahátíðinni í Berlín var hún sýnd á yfir 150 hátíðum. Gamlingjagirnd verður sýnd í listrænni útgáfu á RIFF og fjallar hún um óvenjulega drenginn Lake. Hann er ungur maður með gamla sál og hrífst af gömlum mönnum. Hann sér fegurð í aldri þeirra og veltir því stundum fyrir sér hvort árátta hans fyrir gömlum mönnum sé ónáttúruleg eða óheilbrigð - eða jafnvel kynferðisleg. Stuttu eftir að hann tekur að sér stjórnunarstarf á elliheimili leggur hann í langferðalag með einum vistmanna. Myndin er sýnd klukkan 21:30 í Háskólabíói. Post by Lífið á Visir.is.
Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira