Viðskipti erlent

Apple verðmætasta vörumerki heims

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Apple hefur heldur betur sótt í sig veðrið.
Apple hefur heldur betur sótt í sig veðrið.
 

Bandaríska tæknifyrirtækið Apple hefur velt drykkjarframleiðandanum Coca Cola úr sessi sem verðmætasta vörumerki veraldar. Í fyrra var Apple í öðru sæti á lista bandaríska markaðsráðgjafafyrirtækisins Interbrand yfir verðmætustu vörumerki heims, og árið áður í áttunda sæti. Sætaskipti Apple marka tímamót því þetta er í fyrsta sinn í fjórtán ár sem Coca Cola er ekki verðmætasta vörumerkið, en drykkjarframleiðandinn fellur niður í þriðja sæti, því Google telst nú annað verðmætasta vörumerki veraldar.  

 

Í skýrslu Interbrand, þar sem listinn er kynntur, segir að Apple vörumerkið sé metið á um 98,3 milljarða dollara, eða um tólf þúsund milljarða íslenskra króna, og að verðmæti þess hafi aukist um 29 prósent frá fyrra ári.

 

Þar kemur einnig fram að fimm fyrirtæki úr tæknigeiranum eru í hópi tíu verðmætustu vörumerkjanna, en fyrir utan Apple og Google, eru Microft, Samsung og Intel einnig í þeim hópi. Vörumerki IBM, sem situr í fjórða sæti listans, fellur undir vörumerki í fyrirtækjaþjónustu, og telst því ekki sem fyrirtæki úr tæknigeiranum, þó það uppfylli öll skilyrði þess.

 

Listi Interbrand í heild sinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×