Íslenski boltinn

Magnað ævintýri hjá KV | Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
KV eða Knattspyrnufélag Vesturbæjar mun leika í 1. deild á næsta ári en liðið komst upp í deildina eftir 1-1 jafntefli við Gróttu í lokaumferðinni.

Félagið var stofnað árið 2004 og upphaflega voru aðeins strákar úr Vesturbænum í liðinu, strákar sem vildu ekki leggja skóna á hilluna strax og spila áfram fótbolta eftir 2. flokk.

Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður Stöð 2, hitti fyrir Björn Berg Gunnarsson, framkvæmdastjóra KV, og ræddi við hann um framtíðina og hvernig það má vera að svona lítið félag sé komið upp í næst efstu deild.

Hér að ofan má sjá innslag frá Gaupa sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×