Prjónaði friðarpeysur fyrir Yoko Ono og Jón Gnarr Kristján Hjálmarsson skrifar 10. október 2013 07:00 Friðrika Sæmundsdóttir prjónaði peysuna sem Yoko Ono skartaði í Viðey í gær. Mynd/Vilhelm „Þetta er mögulega toppurinn á prjónaferlinum. Ég hugsa að ég geti nú sest í helgan stein,“ segir Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir leikkona sem prjónaði forlátar lopapeysur með friðarmerkinu á fyrir Jón Gnarr borgarstjóra og tónlistarkonuna Yoko Ono. Jón og Yoko klæddust bæði peysum þegar friðarsúlan var tendruð í Viðey í sjötta sinn í gær, á afmælisdegi John Lennons. Þetta eru þó ekki einu peysurnar sem Jóhanna Friðrika hefur prjónað því hún á líka heiðurinn að lopapeysu borgarstjórans með anarkistamerkinu sem og peysunni með sjálfu skjaldarmerki höfuðborgarinnar. Báðar peysur hafa vakið mikla athygli. „Ég og Jóka konan hans Jóns erum vinir og þannig hófst allt þetta peysuævintýri," útskýrir Jóhanna Friðrika. „Ég prjónaði peysuna með anarkistamerkinu þegar hann var nýtekinn við. Það var svona „fuck the system“. Þegar það voru allir farnir að ráðast á hann prjónaði ég hins vegar Reykjavíkurborgarpeysuna sem á að vera einhverskonar skjöldur." Jóhanna Friðrika segir að friðarmerkispeysan hafi átt að vera hluti af seríu borgarstjórans og eigi að tákn ást og frið fyrir allt mannkyn. Þegar Yoko hafi hins vegar átt afmæli hafi sú hugmynd kviknað hjá Jóni og Jóku konu hans að gefa henni slíka peysu. Hún hafi síðan fengið peysuna þegar hún kom til landsins.“ Þegar Vísir náði tali af Jóhönnu Friðriku í gærkvöldi var hún nýkomin úr Viðey. „Þetta er búið að vera æðislegur dagur. Ég var að koma úr æðislegri ferð úr Viðey og ég var í allan dag í Höfða," segir prjónakonan sem fékk einnig að hitta sjálfa Yoko Ono. „Hún var svakalega ánægð með peysuna og ég var rosalega ánægð að hún skildi passa. Ég fór og gúgglaði „Yoko Ono size“ og sem fer passaði hún.“Jón Gnarr og peysurnar sem Jóhanna Friðrika hefur prjónað á hann.Yoko tjáði Jóhönnu Friðriku að hún hefði sjálf prjónað í gamla daga. Svo heppilega vildi til að kortið sem fylgdi peysunni var vinnuplagg Jóhönnu að peysunni - þar sem hún var búinn að teikna písmerkið og telja út allar umferðir. „Yoko var afskaplega ánægð með kortið og sagðist geta farið að prjóna á ný.“ Jóhanna Friðrika vinnur á Hannesarholti þar sem hún bakar brauð og kökur. Hún er auk þess í mastersnámi í ritlist í háskólanum. „Þetta er arfleið í kvenlegg. Mamma er mikill prjónari og amma líka. Ég hef líka mikinn metnað í að gera prjónaskap hátt undir höfði því þetta er svo merkileg arfleið. Það eru í raun mjög fáar konur sem prjóna ekki en því miður er alltaf verið að gera lítið úr handverkinu," segir Jóhanna Friðrika. „Fyrir mér er prjónaskapurin svolítið eins og að hugleiða. Það er svo margt sem fer í gegnum hugann. Ég hef til dæmis lent í því að ætla að prjóna eitthvað á sjálfa mig en svo fer ég kannski að hugsa um einhvern annan á meðan ég prjóna flíkina. Þegar hún er svo tilbún get ég ekki farið í hana því hún er ætluðu einhverjum öðrum.“ Eins og gefur að skilja hefur mikið verið rætt um peysur borgarstjórans hjá samstarfsfólki hans í borgarstjórna. Jóhanna Friðrika hitti mörg hver í fyrsta skipti í dag. „Bjössi aðstoðarmaður Jóns varð mjög hissa þegar hann komst að því að ég hafði verið að prjóna peysurnar. Hann hélt alltaf að það hefði verið sjötug kona," segir Jóhanna Friðrika og skellir upp úr. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Þetta er mögulega toppurinn á prjónaferlinum. Ég hugsa að ég geti nú sest í helgan stein,“ segir Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir leikkona sem prjónaði forlátar lopapeysur með friðarmerkinu á fyrir Jón Gnarr borgarstjóra og tónlistarkonuna Yoko Ono. Jón og Yoko klæddust bæði peysum þegar friðarsúlan var tendruð í Viðey í sjötta sinn í gær, á afmælisdegi John Lennons. Þetta eru þó ekki einu peysurnar sem Jóhanna Friðrika hefur prjónað því hún á líka heiðurinn að lopapeysu borgarstjórans með anarkistamerkinu sem og peysunni með sjálfu skjaldarmerki höfuðborgarinnar. Báðar peysur hafa vakið mikla athygli. „Ég og Jóka konan hans Jóns erum vinir og þannig hófst allt þetta peysuævintýri," útskýrir Jóhanna Friðrika. „Ég prjónaði peysuna með anarkistamerkinu þegar hann var nýtekinn við. Það var svona „fuck the system“. Þegar það voru allir farnir að ráðast á hann prjónaði ég hins vegar Reykjavíkurborgarpeysuna sem á að vera einhverskonar skjöldur." Jóhanna Friðrika segir að friðarmerkispeysan hafi átt að vera hluti af seríu borgarstjórans og eigi að tákn ást og frið fyrir allt mannkyn. Þegar Yoko hafi hins vegar átt afmæli hafi sú hugmynd kviknað hjá Jóni og Jóku konu hans að gefa henni slíka peysu. Hún hafi síðan fengið peysuna þegar hún kom til landsins.“ Þegar Vísir náði tali af Jóhönnu Friðriku í gærkvöldi var hún nýkomin úr Viðey. „Þetta er búið að vera æðislegur dagur. Ég var að koma úr æðislegri ferð úr Viðey og ég var í allan dag í Höfða," segir prjónakonan sem fékk einnig að hitta sjálfa Yoko Ono. „Hún var svakalega ánægð með peysuna og ég var rosalega ánægð að hún skildi passa. Ég fór og gúgglaði „Yoko Ono size“ og sem fer passaði hún.“Jón Gnarr og peysurnar sem Jóhanna Friðrika hefur prjónað á hann.Yoko tjáði Jóhönnu Friðriku að hún hefði sjálf prjónað í gamla daga. Svo heppilega vildi til að kortið sem fylgdi peysunni var vinnuplagg Jóhönnu að peysunni - þar sem hún var búinn að teikna písmerkið og telja út allar umferðir. „Yoko var afskaplega ánægð með kortið og sagðist geta farið að prjóna á ný.“ Jóhanna Friðrika vinnur á Hannesarholti þar sem hún bakar brauð og kökur. Hún er auk þess í mastersnámi í ritlist í háskólanum. „Þetta er arfleið í kvenlegg. Mamma er mikill prjónari og amma líka. Ég hef líka mikinn metnað í að gera prjónaskap hátt undir höfði því þetta er svo merkileg arfleið. Það eru í raun mjög fáar konur sem prjóna ekki en því miður er alltaf verið að gera lítið úr handverkinu," segir Jóhanna Friðrika. „Fyrir mér er prjónaskapurin svolítið eins og að hugleiða. Það er svo margt sem fer í gegnum hugann. Ég hef til dæmis lent í því að ætla að prjóna eitthvað á sjálfa mig en svo fer ég kannski að hugsa um einhvern annan á meðan ég prjóna flíkina. Þegar hún er svo tilbún get ég ekki farið í hana því hún er ætluðu einhverjum öðrum.“ Eins og gefur að skilja hefur mikið verið rætt um peysur borgarstjórans hjá samstarfsfólki hans í borgarstjórna. Jóhanna Friðrika hitti mörg hver í fyrsta skipti í dag. „Bjössi aðstoðarmaður Jóns varð mjög hissa þegar hann komst að því að ég hafði verið að prjóna peysurnar. Hann hélt alltaf að það hefði verið sjötug kona," segir Jóhanna Friðrika og skellir upp úr.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira