Þrír nýir frá Mitsubishi Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2013 08:45 Þessir 3 nýju Mitsubishi bílar verða kynntir í Tokyo. Mitsubishi ætlar að kynna 3 nýja bíla á bílasýningunni í Tokyo í næsta mánuði. Nöfn þessara þriggja bíla eru ekki sérlega grípandi, eða GC-PHEV, XR-PHEV og AR. Sá fyrstnefndi er líklega arftaki Pajero jeppans, en GC stendur fyrir Grand Cruiser. Þessi bíll er fjórhjóladrifinn Plug-In Hybrid jeppi með öfluga vél. XR-PHEV er minni bíll, þ.e. jepplingur sem líklegast er arftaki ASX bílsins, sem hyrfi því af sjónarsviðinu líkt og Pajero. Þar er líka á ferðinni Plug-In Hybrid bíll, en svo virðist sem Mitsubishi leggi nú mesta áherslu á framleiðslu slíkra bíla. Heyrst hefur að XR-PHEV sé á stærð við Nissan Juke og hafi ekki svo ólíkt lag. Þriðji bíllinn, AR er fjölnotabíll og stafirnir standa fyrir Active Runabout. Hann styðst ekki við rafmagn, heldur eingöngu forþjöppudrifna litla bensínvél. Mitsubishi hefur á síðustu árum ekki kynnt neina nýja bíla, svo það var kominn tími á nýjungar þaðan. Á myndinni sem fylgir sést ekki mikið af útliti þessara bíla, aðeins útlínur þeirra að framan. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent
Mitsubishi ætlar að kynna 3 nýja bíla á bílasýningunni í Tokyo í næsta mánuði. Nöfn þessara þriggja bíla eru ekki sérlega grípandi, eða GC-PHEV, XR-PHEV og AR. Sá fyrstnefndi er líklega arftaki Pajero jeppans, en GC stendur fyrir Grand Cruiser. Þessi bíll er fjórhjóladrifinn Plug-In Hybrid jeppi með öfluga vél. XR-PHEV er minni bíll, þ.e. jepplingur sem líklegast er arftaki ASX bílsins, sem hyrfi því af sjónarsviðinu líkt og Pajero. Þar er líka á ferðinni Plug-In Hybrid bíll, en svo virðist sem Mitsubishi leggi nú mesta áherslu á framleiðslu slíkra bíla. Heyrst hefur að XR-PHEV sé á stærð við Nissan Juke og hafi ekki svo ólíkt lag. Þriðji bíllinn, AR er fjölnotabíll og stafirnir standa fyrir Active Runabout. Hann styðst ekki við rafmagn, heldur eingöngu forþjöppudrifna litla bensínvél. Mitsubishi hefur á síðustu árum ekki kynnt neina nýja bíla, svo það var kominn tími á nýjungar þaðan. Á myndinni sem fylgir sést ekki mikið af útliti þessara bíla, aðeins útlínur þeirra að framan.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent