Freistingarnar eru allstaðar! Magnús Berg Magnússon og Þorsteinn Kári Jónsson og stofnendur Meistaramánuðs skrifa 4. október 2013 17:47 Það er innbyggt í okkur öll að vilja frekar það sem er gott fyrir okkur í dag en það sem er gott á morgun. Freistingar leynast víða og eigum við oftar en ekki í litlum erfiðleikum með að verðlauna okkur með því að svala þrám okkar, án þess að leiða hugann að því hvort að við séum að gera okkur gott eða ekki. Það er líka staðreynd að freistingarnar umkringja okkur á afskaplega þrúgandi máta í nútíma samfélagi. Við þurfum ekki annað en að opna Facebook eða Instagram til að fá það beint í æð að einhversstaðar er einhver vinur okkar að gúffa í sig hamborgara sem á þessari stundu virðist vera girnilegasti hamborgari í heimi og örlitlu neðar í straumnum sjáum við vininn sem er að skála í ísköldum bjór við vinnufélagana „Einn hrímaður hérna megin, #meistaram hvað?“. Til þess að vinna bug á freistingum lífsins þarf bæði viljastyrk og sjálfsaga. Eitt er að setja sér falleg og góð markmið, annað er síðan að fylgja þeim staðfastlega eftir. Til þess þarf viljastyrk. Margir segjast ekki hafa neinn viljastyrk og hafi enga stjórn á sér gagnvart freistingum. Góðu fréttirnar eru þær að viljastyrk er hægt að þjálfa upp. Til þess eru fjölmargar leiðir en fyrsta skrefið er að átta sig á því að freistingarnar og viljinn til þess að uppfylla þrár sínar samstundis munu alltaf verða þarna, það er einfaldlega eitthvað sem allir þurfa að lifa með. Með því að setja sér bæði skýr og ákveðin markmið ásamt því fylgja þeim eftir af sannfæringu er hinsvegar hægt að venja sig á að standast freistingarnar.Það getur hver sem er sett sér markmið sem miðuð eru að því að gerast betri maður. Staðreyndin er nefnilega sú að það er auðvelt að taka ákvörðun um það hverju maður vill bæta við líf sitt. Það sem erfiðara og flóknara getur þó reynst að koma í framkvæmd er að gera upp við sig hverju maður er tilbúin að fórna til þess að ná betri árangri. Viljinn sem þarf til þess að sannfæra sig um að freistingin gefi af sér minni ávinning en það að standast hana krefst styrks, aga og skilnings á sjálfum okkur. Í slíkum aðstæðum er lykilatriði að veita sér hvatningu með því að hugsa bæði um heildarmyndina sem og útkomuna sem sóst er eftir. Það talaði aldrei neinn um það að auðvelt yrði að komast í gegnum októbermánuð fylltan af breytingum sem krefjast einbeitingar og aðhalds. Þeir sem hingað til hafa ekki rekist á sínar hindranir munu gera það síðar og þeir sem hafa átt erfitt með að fylgja sínum markmiðum eftir í upphafi mánaðarins eiga eftir að rekast á fleiri freistingar. En vitiði til, eins og í svo mörgu öðru þá á tilgangurinn það til að helga meðalið. Við viljum því senda alla þáttakendur Meistaramánaðarins inn í helgina með heilög orð Destiny’s Child, um mikilvægi þess að sýna sinn innri styrk til þess að komast yfir erfiðari hjalla lífsins, að leiðarljósi. Meistaramánuður Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Sjá meira
Það er innbyggt í okkur öll að vilja frekar það sem er gott fyrir okkur í dag en það sem er gott á morgun. Freistingar leynast víða og eigum við oftar en ekki í litlum erfiðleikum með að verðlauna okkur með því að svala þrám okkar, án þess að leiða hugann að því hvort að við séum að gera okkur gott eða ekki. Það er líka staðreynd að freistingarnar umkringja okkur á afskaplega þrúgandi máta í nútíma samfélagi. Við þurfum ekki annað en að opna Facebook eða Instagram til að fá það beint í æð að einhversstaðar er einhver vinur okkar að gúffa í sig hamborgara sem á þessari stundu virðist vera girnilegasti hamborgari í heimi og örlitlu neðar í straumnum sjáum við vininn sem er að skála í ísköldum bjór við vinnufélagana „Einn hrímaður hérna megin, #meistaram hvað?“. Til þess að vinna bug á freistingum lífsins þarf bæði viljastyrk og sjálfsaga. Eitt er að setja sér falleg og góð markmið, annað er síðan að fylgja þeim staðfastlega eftir. Til þess þarf viljastyrk. Margir segjast ekki hafa neinn viljastyrk og hafi enga stjórn á sér gagnvart freistingum. Góðu fréttirnar eru þær að viljastyrk er hægt að þjálfa upp. Til þess eru fjölmargar leiðir en fyrsta skrefið er að átta sig á því að freistingarnar og viljinn til þess að uppfylla þrár sínar samstundis munu alltaf verða þarna, það er einfaldlega eitthvað sem allir þurfa að lifa með. Með því að setja sér bæði skýr og ákveðin markmið ásamt því fylgja þeim eftir af sannfæringu er hinsvegar hægt að venja sig á að standast freistingarnar.Það getur hver sem er sett sér markmið sem miðuð eru að því að gerast betri maður. Staðreyndin er nefnilega sú að það er auðvelt að taka ákvörðun um það hverju maður vill bæta við líf sitt. Það sem erfiðara og flóknara getur þó reynst að koma í framkvæmd er að gera upp við sig hverju maður er tilbúin að fórna til þess að ná betri árangri. Viljinn sem þarf til þess að sannfæra sig um að freistingin gefi af sér minni ávinning en það að standast hana krefst styrks, aga og skilnings á sjálfum okkur. Í slíkum aðstæðum er lykilatriði að veita sér hvatningu með því að hugsa bæði um heildarmyndina sem og útkomuna sem sóst er eftir. Það talaði aldrei neinn um það að auðvelt yrði að komast í gegnum októbermánuð fylltan af breytingum sem krefjast einbeitingar og aðhalds. Þeir sem hingað til hafa ekki rekist á sínar hindranir munu gera það síðar og þeir sem hafa átt erfitt með að fylgja sínum markmiðum eftir í upphafi mánaðarins eiga eftir að rekast á fleiri freistingar. En vitiði til, eins og í svo mörgu öðru þá á tilgangurinn það til að helga meðalið. Við viljum því senda alla þáttakendur Meistaramánaðarins inn í helgina með heilög orð Destiny’s Child, um mikilvægi þess að sýna sinn innri styrk til þess að komast yfir erfiðari hjalla lífsins, að leiðarljósi.
Meistaramánuður Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Sjá meira