Söluhæsti bíll Noregs er Tesla Model S Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2013 12:45 Vafalaust hefur rafmagnsbíll aldrei verið söluhæsti bíllinn í nokkru landi áður, en í september nýliðnum var rafmagnsbíllinn Tesla Model S söluhæsti einstaki bíllinn í Noregi. Það seldust 616 Tesla Model S bílar í síðasta mánuði af alls 12.168 bílum, eða 5,1% þeirra. Volkswagen seldi 1.512 bíla, en salan dreifðist á margar bílgerðir. 1.044 rafmagnsbílar seldust í Noregi í september, eða 8,6% heildarsölunnar. Norðmenn eru alveg vitlausir í rafmagnsbíla og ekki í neinu landi er hærra hlutfall þeirra og fjöldi Nissan Leaf bíla er hreint ótrúlegur þar. Það virðist engin hindrun hjá nágrönnum okkar í Noregi að Tesla Model S er fremur dýr bíll, en það hjálpar þó talsvert uppá að hið opinbera hefur gefið eftir flest gjöld á rafmagnsbíla þar og eigendur þeirra njóta að auki ýmissa fríðinda eins og að fá að aka á akreinum fyrir strætisvagna og þeir leggja frítt í stæði í höfuðborginni Osló og víðast hvar. Margur vellríkur forstjórinn verður nú snöggur í miðbæinn og ekki í vandræðum með bílastæði. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent
Vafalaust hefur rafmagnsbíll aldrei verið söluhæsti bíllinn í nokkru landi áður, en í september nýliðnum var rafmagnsbíllinn Tesla Model S söluhæsti einstaki bíllinn í Noregi. Það seldust 616 Tesla Model S bílar í síðasta mánuði af alls 12.168 bílum, eða 5,1% þeirra. Volkswagen seldi 1.512 bíla, en salan dreifðist á margar bílgerðir. 1.044 rafmagnsbílar seldust í Noregi í september, eða 8,6% heildarsölunnar. Norðmenn eru alveg vitlausir í rafmagnsbíla og ekki í neinu landi er hærra hlutfall þeirra og fjöldi Nissan Leaf bíla er hreint ótrúlegur þar. Það virðist engin hindrun hjá nágrönnum okkar í Noregi að Tesla Model S er fremur dýr bíll, en það hjálpar þó talsvert uppá að hið opinbera hefur gefið eftir flest gjöld á rafmagnsbíla þar og eigendur þeirra njóta að auki ýmissa fríðinda eins og að fá að aka á akreinum fyrir strætisvagna og þeir leggja frítt í stæði í höfuðborginni Osló og víðast hvar. Margur vellríkur forstjórinn verður nú snöggur í miðbæinn og ekki í vandræðum með bílastæði.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent