Loks samdráttur í bílasölu í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2013 08:45 Vel gekk hjá Ford í september vestnahafs. Nýliðinn septembermánuður er fyrsti mánuðurinn í langan tíma sem salan minnkar milli ára í Bandaríkjunum. Nam minnkunin 4%, en rétt er þó að hafa í huga að söludagar voru 23 í september nú en 25 í fyrra. Því var salan meiri nú á hvern söludag. Af stóru framleiðendunum má segja að Ford hafi verið sigurvegari mánaðarins með 6,2% aukningu, en Subaru gekk gríðarvel með 14,7% aukningu. BMW náði 8,3%, Mercedes Benz 7,6% og Audi 6,2% meiri sölu milli ára. Stærsta skellinn af stóra framleiðendunum fékk Chevrolet, með 14,7% minnkun, en General Motors seldi í heild 11% færri bíla. Volkswagen var með 12,2% minnkun og Honda 8,7% minnkun. Ólík var frammistaða bandarísku framleiðendanna Ford og Chevrolet, en Chrysler náði 1,6% aukningu, Cadillac 9,9%, Buick 6,5% og Dodge 2,6% aukningu. Kóresku framleiðendurnir fóru illa útúr þessum mánuði og salan minnkaði um 21,0% hjá Kia og 8,2% hjá Hyundai. Allra mesta minnkunun varð samt hjá Smart, en þeir seldu bara 625 bíla í september og teljast agnarsmár framleiðandi. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent
Nýliðinn septembermánuður er fyrsti mánuðurinn í langan tíma sem salan minnkar milli ára í Bandaríkjunum. Nam minnkunin 4%, en rétt er þó að hafa í huga að söludagar voru 23 í september nú en 25 í fyrra. Því var salan meiri nú á hvern söludag. Af stóru framleiðendunum má segja að Ford hafi verið sigurvegari mánaðarins með 6,2% aukningu, en Subaru gekk gríðarvel með 14,7% aukningu. BMW náði 8,3%, Mercedes Benz 7,6% og Audi 6,2% meiri sölu milli ára. Stærsta skellinn af stóra framleiðendunum fékk Chevrolet, með 14,7% minnkun, en General Motors seldi í heild 11% færri bíla. Volkswagen var með 12,2% minnkun og Honda 8,7% minnkun. Ólík var frammistaða bandarísku framleiðendanna Ford og Chevrolet, en Chrysler náði 1,6% aukningu, Cadillac 9,9%, Buick 6,5% og Dodge 2,6% aukningu. Kóresku framleiðendurnir fóru illa útúr þessum mánuði og salan minnkaði um 21,0% hjá Kia og 8,2% hjá Hyundai. Allra mesta minnkunun varð samt hjá Smart, en þeir seldu bara 625 bíla í september og teljast agnarsmár framleiðandi.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent