Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Ómar Úlfur skrifar 1. október 2013 12:07 Barði og Jean-Benoit eru Starwalker Barði Jóhannsson, oft kenndur við Bang Gang, er kominn í nýja hljómsveit ásamt Jean – Benoit Dunckel, sem er jafnframt í hinni goðsagnakenndu hljómsveit Air. Barði segir, í samtali við Miðdegisþáttinn Ómar á X-977 að sameiginleg vinkona hafi kynnt þá félaga og talið að þeir myndu ná vel sem varð svo raunin. Sveitin sem að þeir félagar hafa stofnað heitir Starwalker og gefur út sitt fyrsta lag í dag. Lagið heitir Bad Weather og hægt er að hlusta á það hér fyrir neðan. Starwalker mun svo gefa út smáskífu í febrúar og Barði útilokar ekki að sveitin muni jafnvel halda tónleika hér heima. Barði er víðfrægur fyrir mikla fagmennsku þegar kemur að tónlistarsköpun og við tónlistarupptökur. Segir hann að það hafi verið alger unun að starfa með Jean-Benoit í hljóðveri þeirra Air manna. Þar sé allt til alls og öll aðstaða til fyrirmyndar. Ný Bang Gang plata er sömuleiðis í vinnslu segir Barði og ættu þær fréttir að gleðja hina fjölmörgu aðdáendur sveitarinnar. Viðtalið í heild sinni má heyra hér fyrir ofan. Harmageddon Mest lesið „Við þurfum að kenna krökkum að taka eiturlyf með öruggum hætti“ Harmageddon Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Weezer skemmtiferðasigling innblástur fyrir væntanlega plötu Harmageddon Miðill spáir stórum jarðskjálfta á morgun Harmageddon Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon Sannleikurinn: Sminkurnar á Stöð 2 að gefast upp á Loga Bergmann Harmageddon Sannleikurinn: Viltu vinna miða á landsleikinn Harmageddon Norður-Kórea sést varla frá alþjóðlegu geimstöðinni Harmageddon Slash aftur í Guns N' Roses? Harmageddon
Barði Jóhannsson, oft kenndur við Bang Gang, er kominn í nýja hljómsveit ásamt Jean – Benoit Dunckel, sem er jafnframt í hinni goðsagnakenndu hljómsveit Air. Barði segir, í samtali við Miðdegisþáttinn Ómar á X-977 að sameiginleg vinkona hafi kynnt þá félaga og talið að þeir myndu ná vel sem varð svo raunin. Sveitin sem að þeir félagar hafa stofnað heitir Starwalker og gefur út sitt fyrsta lag í dag. Lagið heitir Bad Weather og hægt er að hlusta á það hér fyrir neðan. Starwalker mun svo gefa út smáskífu í febrúar og Barði útilokar ekki að sveitin muni jafnvel halda tónleika hér heima. Barði er víðfrægur fyrir mikla fagmennsku þegar kemur að tónlistarsköpun og við tónlistarupptökur. Segir hann að það hafi verið alger unun að starfa með Jean-Benoit í hljóðveri þeirra Air manna. Þar sé allt til alls og öll aðstaða til fyrirmyndar. Ný Bang Gang plata er sömuleiðis í vinnslu segir Barði og ættu þær fréttir að gleðja hina fjölmörgu aðdáendur sveitarinnar. Viðtalið í heild sinni má heyra hér fyrir ofan.
Harmageddon Mest lesið „Við þurfum að kenna krökkum að taka eiturlyf með öruggum hætti“ Harmageddon Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Weezer skemmtiferðasigling innblástur fyrir væntanlega plötu Harmageddon Miðill spáir stórum jarðskjálfta á morgun Harmageddon Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon Sannleikurinn: Sminkurnar á Stöð 2 að gefast upp á Loga Bergmann Harmageddon Sannleikurinn: Viltu vinna miða á landsleikinn Harmageddon Norður-Kórea sést varla frá alþjóðlegu geimstöðinni Harmageddon Slash aftur í Guns N' Roses? Harmageddon