Chevy Camaro Z28 nær 7:37 á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2013 14:53 Bandarískir bílar eru ekki þekktir fyrir að ná góðum tíma á Nürburgring kappakstursbrautinni þýsku, þó svo margir þeirra séu öflugir. Afl er ekki sama og akstursgeta en Chevrolet huggðist sanna að bæði hefði Camaro Z/28 afl og akstursgetu með því að fara brautina á góðum tíma. Þeim tókst ágætlega upp að þessu sinni því Camaro bíllinn fór brautiona á 7:37,47 mínútum, sem telst ári gott. Til samanburðar má nefna að Porsche 918 Spider fór brautina nýverið á undir 7 mínútum, eða 6:57. Þessi tími er svo til alveg sá sami og Porsche 911 Carrera S hefur náð og betri tími en Ferrari 430 Scuderia, Lexus LFA, Lamborghini Murcielago, Mercedes Benz SLR McLaren og Mercedes Benz SLS AMG hafa náð. Þetta er að sjálfsögðu hraðasti tími sem bíll smíðaður í Bandaríkjunum hefur náð. Sjá má allan hring Camaro bílsins í meðfylgjandi myndskeiði og þar sést nákvæmlega á hvaða hraða hann er hverju sinni og hver snúningshraði bílsins er. Hann nær mest um 260 km hraða, en verður að hægja á niður í um 60 km hraða í erfiðustu beygjunum. Ef reiknikúnstir greinarritara eru réttar er meðalhraði bílsins 163,64 km/klst. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent
Bandarískir bílar eru ekki þekktir fyrir að ná góðum tíma á Nürburgring kappakstursbrautinni þýsku, þó svo margir þeirra séu öflugir. Afl er ekki sama og akstursgeta en Chevrolet huggðist sanna að bæði hefði Camaro Z/28 afl og akstursgetu með því að fara brautina á góðum tíma. Þeim tókst ágætlega upp að þessu sinni því Camaro bíllinn fór brautiona á 7:37,47 mínútum, sem telst ári gott. Til samanburðar má nefna að Porsche 918 Spider fór brautina nýverið á undir 7 mínútum, eða 6:57. Þessi tími er svo til alveg sá sami og Porsche 911 Carrera S hefur náð og betri tími en Ferrari 430 Scuderia, Lexus LFA, Lamborghini Murcielago, Mercedes Benz SLR McLaren og Mercedes Benz SLS AMG hafa náð. Þetta er að sjálfsögðu hraðasti tími sem bíll smíðaður í Bandaríkjunum hefur náð. Sjá má allan hring Camaro bílsins í meðfylgjandi myndskeiði og þar sést nákvæmlega á hvaða hraða hann er hverju sinni og hver snúningshraði bílsins er. Hann nær mest um 260 km hraða, en verður að hægja á niður í um 60 km hraða í erfiðustu beygjunum. Ef reiknikúnstir greinarritara eru réttar er meðalhraði bílsins 163,64 km/klst.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent