Nissan býður loks Infinity í Japan Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2013 10:45 Infinity Q50 Nissan stofnaði lúxusbílaarm sinn, Infinity, til þess eins að selja bíla undir því merki í öðrum löndum, aðallega Bandaríkjunum. Því hafa Infinity bílar aldrei verið seldir í heimalandinu Japan. Þó eru flestir Infinity bílar framleiddir í Japan. Nú hefur Nissan tekið þá ákvörðun að selja loks Infinity bíla þar og er helsta ástæða þess hörð samkeppni frá þýsku lúxusbílaframleiðendunum BMW, Audi og Mercedes Benz og það í þeirra eigin heimalandi. Infinity bílar verða seldir í sölustöðum Nissan í Japan og fyrsti bíllinn sem fer í sölu verður Infinity Q50. Á undanförnum árum hefur Infinity merkið átt í stökustu vandræðum með að skapa Nissan hagnað þar sem japanska yenið hefur verið svo sterkt gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Infinity hefur aðeins skapað 1% af hagnaði Nissan á undanförnum 2 árum, en þar sem yenið hefur fallið mikið á þessu ári hefur gæfan snúist Infinity í hag og mun skila tilætluðum hagnaði, eða um 6-7% af veltu og mun stærri sneið í heildarhagnaði Nissan. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent
Nissan stofnaði lúxusbílaarm sinn, Infinity, til þess eins að selja bíla undir því merki í öðrum löndum, aðallega Bandaríkjunum. Því hafa Infinity bílar aldrei verið seldir í heimalandinu Japan. Þó eru flestir Infinity bílar framleiddir í Japan. Nú hefur Nissan tekið þá ákvörðun að selja loks Infinity bíla þar og er helsta ástæða þess hörð samkeppni frá þýsku lúxusbílaframleiðendunum BMW, Audi og Mercedes Benz og það í þeirra eigin heimalandi. Infinity bílar verða seldir í sölustöðum Nissan í Japan og fyrsti bíllinn sem fer í sölu verður Infinity Q50. Á undanförnum árum hefur Infinity merkið átt í stökustu vandræðum með að skapa Nissan hagnað þar sem japanska yenið hefur verið svo sterkt gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Infinity hefur aðeins skapað 1% af hagnaði Nissan á undanförnum 2 árum, en þar sem yenið hefur fallið mikið á þessu ári hefur gæfan snúist Infinity í hag og mun skila tilætluðum hagnaði, eða um 6-7% af veltu og mun stærri sneið í heildarhagnaði Nissan.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent